Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur SB skrifar 15. júlí 2010 11:15 Davíð Garðarsson á leið inn í réttarsal þegar málið var þingfest. Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarssyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. Davíð Garðarsson mætti fyrir dóm í morgun klæddur hvítri skyrtu og Lacoste skóm. Davíð er ásamt fimm öðrum, þeim Guðlaugi Agnari Guðmundssyni, Pétri Jökli Jónassyni, Orra Frey Gíslasyni og Jóhannesi Mýrdal, sakaður um að hafa staðið að innflutningi á tæplega 1,6 kílói af kókaíni frá Spáni. Jóhannes Mýrdal játaði sinn þátt í málinu í morgun og sagðist hafa verið burðardýr. Framburður annarra vitna studdu sögu hans. Pétur Jökull og Orri Freyr benda á hvorn annan í málinu. Og Guðlaugur Agnar - sem samkvæmt lögregluskýrslum virðist hafa verið heilinn á bak við smyglið, ásamt Davíð Garðarssyni, neitar alfarið sök. Í yfirheyrslum yfir Davíð sagði hann sinn þátt í málinu hafa einskorðast við að sækja bíl í eigu Orra Freys. Hann hafi verið að gera honum greiða. Davíð hitti Pétur Jökul við bílinn og keyrði á undan honum að heimili Orra. Á leiðinni koma þeir við í húsi þar sem Pétur Jökull kemur út með töskur. Í töskunum voru fíkniefnin en Davíð sagðist hafa verið grunlaus um það. „Kannski þýfi, en ekki fíkniefni," sagði hann. Davíð sagði Pétur Jökul hafa verið ofurölvi en hann hafi engu að síður gefið honum lykla að bílnum sínum. Hann hafi á endanum skilið bíl Orra Freys eftir við ofanleiti og keyrt niðrí bæ með Pétri. Við yfirheyrslurnar í dag kom fram að lögreglan hafði komið hlerunarbúnaði fyrir í töskunum. Davíð var jafnframt spurður út í eina milljón krónur sem Orri Freyr afhenti honum í hvítu umslagi. Skömmu síðar handtók lögreglan Orra Frey og Davíð þar sem þeir sátu saman í bíl. „Hann rétti mér umslagið svona 15 sekúndum áður en við vorum handteknir," sagði Davíð og bætti við að hann hafi stungið umslaginu inn á sig af ótta við að missa það á gólfið. Framburður þeirra Orra Freys og Pétur Jökuls bendlaði Davíð við málið sem einn af höfuðpaurunum í skipulagi og fjármögnun smyglsins. Framburður Péturs og Orra var nánast samhljóða við skýrslutökur hjá lögreglunni þrátt fyrir að þeir væru ekki í samskiptum. Eftir að þeir losnuðu úr einangrun breyttist framburður beggja og lögðu þeir báðir mikla áherslu á við aðalmeðferðina í morgun að Davíð hefði ekkert með málið að gera. Saksóknarinn spurði Davíð út í þessa skyndilegu breytingu á framburði þeirra félaga og spurði Davíð hvernig samskiptum hans við meðákærðu hefði verið háttað frá því þeir losnuðu úr einangrun. „...að sjálfsögðu erum við búnir að tala saman. Við erum ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl," sagði Davíð. Saksóknarinn spurði þá: „Er ekkert undarlegt að eftir að einangrun lýkur og þið byrjið að tala saman þá snarbreytist framburður þeirra í málinu?" Þeirri spurningu svaraði Davíð ekki. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarssyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. Davíð Garðarsson mætti fyrir dóm í morgun klæddur hvítri skyrtu og Lacoste skóm. Davíð er ásamt fimm öðrum, þeim Guðlaugi Agnari Guðmundssyni, Pétri Jökli Jónassyni, Orra Frey Gíslasyni og Jóhannesi Mýrdal, sakaður um að hafa staðið að innflutningi á tæplega 1,6 kílói af kókaíni frá Spáni. Jóhannes Mýrdal játaði sinn þátt í málinu í morgun og sagðist hafa verið burðardýr. Framburður annarra vitna studdu sögu hans. Pétur Jökull og Orri Freyr benda á hvorn annan í málinu. Og Guðlaugur Agnar - sem samkvæmt lögregluskýrslum virðist hafa verið heilinn á bak við smyglið, ásamt Davíð Garðarssyni, neitar alfarið sök. Í yfirheyrslum yfir Davíð sagði hann sinn þátt í málinu hafa einskorðast við að sækja bíl í eigu Orra Freys. Hann hafi verið að gera honum greiða. Davíð hitti Pétur Jökul við bílinn og keyrði á undan honum að heimili Orra. Á leiðinni koma þeir við í húsi þar sem Pétur Jökull kemur út með töskur. Í töskunum voru fíkniefnin en Davíð sagðist hafa verið grunlaus um það. „Kannski þýfi, en ekki fíkniefni," sagði hann. Davíð sagði Pétur Jökul hafa verið ofurölvi en hann hafi engu að síður gefið honum lykla að bílnum sínum. Hann hafi á endanum skilið bíl Orra Freys eftir við ofanleiti og keyrt niðrí bæ með Pétri. Við yfirheyrslurnar í dag kom fram að lögreglan hafði komið hlerunarbúnaði fyrir í töskunum. Davíð var jafnframt spurður út í eina milljón krónur sem Orri Freyr afhenti honum í hvítu umslagi. Skömmu síðar handtók lögreglan Orra Frey og Davíð þar sem þeir sátu saman í bíl. „Hann rétti mér umslagið svona 15 sekúndum áður en við vorum handteknir," sagði Davíð og bætti við að hann hafi stungið umslaginu inn á sig af ótta við að missa það á gólfið. Framburður þeirra Orra Freys og Pétur Jökuls bendlaði Davíð við málið sem einn af höfuðpaurunum í skipulagi og fjármögnun smyglsins. Framburður Péturs og Orra var nánast samhljóða við skýrslutökur hjá lögreglunni þrátt fyrir að þeir væru ekki í samskiptum. Eftir að þeir losnuðu úr einangrun breyttist framburður beggja og lögðu þeir báðir mikla áherslu á við aðalmeðferðina í morgun að Davíð hefði ekkert með málið að gera. Saksóknarinn spurði Davíð út í þessa skyndilegu breytingu á framburði þeirra félaga og spurði Davíð hvernig samskiptum hans við meðákærðu hefði verið háttað frá því þeir losnuðu úr einangrun. „...að sjálfsögðu erum við búnir að tala saman. Við erum ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl," sagði Davíð. Saksóknarinn spurði þá: „Er ekkert undarlegt að eftir að einangrun lýkur og þið byrjið að tala saman þá snarbreytist framburður þeirra í málinu?" Þeirri spurningu svaraði Davíð ekki.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira