Innlent

Heilu húsin flutt til og frá á Suðurlandi

Einskonar fardagar voru á Suðurlandi í nótt þar sem verið var að flytja heilu húsin til og frá.

Eitt var flutt frá Þorlákshöfn norður til Hólmavíkur, annað frá Selfossi vestur á Skógarströnd og það þriðja af Suðurnesjum upp í Biskupstungur.

Loks stendur til að flytja nýtt hús frá Selfossi austur í Landeyjar næstu nótt. Allir flutningarnir gengu vel. Lögregla fylgir húsunum hvert sem þau fara, því þau eru mun umfangsmeiri en venjulegir farmar á dráttarbílum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×