Innlent

Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá þingfestingu málsins í síðustu viku.
Frá þingfestingu málsins í síðustu viku.
Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð.

Jóhannes var ásamt fjórum öðrum ákærður fyrir innflutning á 1,6 kílói af kókaíni til landsins í vor. Fjórir aðrir eru ákærðir í málinu, en það eru þeir

Davíð Garðarsson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Pétur Jökull Jónasson og Orri Freyr Gíslason.

Pétur Jökull Jónasson hafði játað sök í málinu við þingfestingu.


Tengdar fréttir

Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur

Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×