Innlent

Strangari refsiviðmið vegna kynferðisglæpa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vatikanið. Mynd/ AFP.
Vatikanið. Mynd/ AFP.
Stjórnardeild trúarkenninga í Vatíkaninu hefur frá og með deginum í dag tekið í notkun strangari refsiviðmið á ýmsum sviðum, meðal annars um kynferðisglæpi.

Í tilkynningu frá Peter Bürcher Reykjavíkurbiskupi kemur fram að biskuparnir sjái í þessu stuðning Vatíkansins við þá viðleitni þeirra að berjast af öllu afli gegn hvers kyns kynferðisglæpum. Einkum fagni þeir því að fyrningarfrestur við kynferðisbrotum gegn börnum lengist úr tíu árum í tuttugu og að barist verði staðfastlega gegn barnaklámi. Þá verði allri málsmeðferð hraðað og hún gerð skilvirkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×