Innlent

Ekið á átta ára dreng: Kominn á gjörgæslu

Frá slysstað.
Frá slysstað.

Átta drengur sem varð fyrir bíl við Mjóddina síðdegis í dag er kominn á gjörgæsludeild Landspítalans. Ástand hans er stöðugt, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan hans.

Drengurinn var á reiðhjóli þegar ekið var á hann.

Hann var með skerta meðvitund þegar sjúkrabílar komu að honum, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Sjúkraflutningamönnum barst tilkynning um alvarlegt slys og mættu þrír sjúkrabílar á slysstað.




Tengdar fréttir

Ekið á átta ára dreng: Líðan hans er stöðug

Átta ára drengur sem ekið var á við Mjöddina seinni partinn í dag var við skerta meðvitund þegar sjúkrabílar komu að honum, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Ekið á barn á reiðhjóli

Ekið var á barn á reiðhjóli við Mjóddina fyrir stundu. Ekki er vitað hvort barnið hafi slasast alvarlega. Litlar upplýsingar hafa fengist um aðstæður á slysstað aðrar en þær að miklar umferðartafir eru vegna þessa.

Ekið á tvö börn á hjóli

Mikill erill var hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sex neyðartilkynningar bárust um svipað leyti síðdegis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×