Innlent

Íbúar á Eskifirði með í maganum eftir mengunarslys

Boði Logason skrifar
Frá Eskifirði
Frá Eskifirði
Íbúi á Eskifirði hafði samband við fréttastofu og sagði að margir hefðu orðið veikir á Eskifirði eftir að kólígerlar fundust í neysluvatni bæjarins í byrjun þessa mánaðar.

Íbúinn segir að hann viti um þó nokkra, bæði börn og fullorðna, sem hafa verið með niðurgang og magakveisu daganna eftir slysið.

Sunnudaginn 4. júlí varð mengunarslys í bænum þegar að löndunarvökvi úr skipi blandaðist drykkjarvatni bæjarbúa. Íbúum var þó ekki tilkynnt um slysið fyrr en á föstudeginum í fréttabréfi sem fór inn á hvert heimili í bænum.

Kólígerlar fundust í vatninu, ekki saurkólígerlar sem eru afar hættulegir.

Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju, segir að löndunarvökvi séð aðallega blóð úr fiskum. Það var löndunarvökvi úr skipi á vegum félagsins sem orsakaði gerlana í neysluvatninu.

Valdimar O Hermannsson, rekstrarstjóri fjórðungssjúkrahússins og heilsugæslunnar í Fjarðarbyggð, segir að ekki sé merkjanlegt að fleiri hafi nýtt sér þjónustu heilsugæslu og fjórðungssjúkrahússins vegna mengunarinnar. „Það er ekki merkjanlegt vegna þessa beint," segir Valdimar. Hann segir að læknar hafi heyrt af magakveisum í bænum en enginn hafi verið lagður inn. „En það hefur töluvert verið hringt og spurt."

Vatnssýni hafa verið tekin daglega undanfarna daga og sýna niðurstöður að það eru minni gerlar í vatninu.






Tengdar fréttir

Mengunarslys í Eskifirði: Ekki of seint brugðist við

Bæjaryfirvöld í Fjarðarbyggð segja ekki hafa verið brugðist of seint við mengunarslysi sem varð á sunnudaginn fyrir viku þegar löndunarvökvi úr skipi blandaðist drykkjarvatni bæjarbúa. Bréf var sent til bæjarbúa í gær vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×