Innlent

Fellihýsaþjófur iðinn við kolann

Fellihýsaþjófurinn sem við sögðum frá í gær virðist vera iðinn við kolann og hefur nú stolið tveimur fellihýsum á innan við viku.

Stóra fellihýsmálið heldur áfram að vinda upp á sig. Í gær sagði Stöð 2 frá bíræfnum glæpamanni sem fór inn á planið hjá ellingsen fyrr í vikunni og stal þar fellihýsi. Eins og sést á þessum myndum var þjófurinn yfirvegaður þegar hann kannaði svæðið og valdi svo fellihýsi sem honum leist á og ók svo með það á brott.

Starfsfólkið þar var nefnilega nýbúið að tilkyna þjófnað á fellihýsi af planinu hjá sér. Myndefnið úr eftirlitsvélunum þar sýnir svo ekki verður um villst að hér er sami þjófurinn á ferð. Bíllinn er að minnsta kosti sá sami. Framkvæmdastjórinn hjá Víkurverk segir að fellihýsið sem þjófurinn stal sé metið á um 800 þúsun krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×