Innlent

Búið að slökkva eldinn í togaranum í Hafnarfirði

Togarinn sem liggur við Hafnarfjarðarhöfn. Af myndinni að dæma er lítill sem enginn reykur frá bátnum nú.
Togarinn sem liggur við Hafnarfjarðarhöfn. Af myndinni að dæma er lítill sem enginn reykur frá bátnum nú.

Svo virðist sem búið sé að ná tökum á eldinum í togaranum sem liggur í Hafnarfjarðarhöfn, samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti sem Vísir talaði við og er við höfnina. Hann segir að nánast engan reyk leggi frá bátnum en fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu. Sex sjúkrabílar og þrír slökkviliðsbílar. Búið er að girða svæðið af.

Eldur kviknaði í þýska togaranum Kiel en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni kom eldurinn upp í vélarrúmi. Enginn var ofan í vélarrúminu þegar eldurinn kom upp og er ekki vitað til þess að neinn hafi verið í hættu.
















Tengdar fréttir

Eldur í togara í Hafnarfirði

Allt tiltækt lið slökkviliðsins er á leið í Hafnarfjarðarhöfn þar sem eldur logar í togara. Ekki er vitað að svo komnu hve mikinn eld er um að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×