Fleiri fréttir

Sex bankar staðfesta að Iceland átti innistæðurnar

Undirrituð skjöl frá sex bönkum sýna að innistæður upp á 38 milljarða króna sem slitastjórn Glitnis taldi að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi ráðið yfir haustið 2008, tilheyrðu bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods.

TF-SIF sinnir mengunareftirliti á Mexíkóflóa

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF hélt í morgun til Houma í Louisiana þar sem flugvélin mun næstu fjórar vikur eða til 15. ágúst, sinna mengunareftirliti á Mexíkóflóa fyrir BP- British Petroleum. Bandaríska strandgæslan hefur yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins en TF-SIF leysir af flugvél samgöngustofnunar Kanada, Transport Canada við verkið. Sú flugvél er sömu tegundar og TF-SIF en þær eru báðar útbúnar öflugum hliðarradar „Side-looking airborne radar“ (SLAR) sem er sérhannaður fyrir mengunareftirlit.

Verið er að þurrka út stétt leikskólakennara

Það er verið að þurrka út stétt leikskólakennara, segir nemi í leikskólakennarafræðum sem er ósáttur við að nú þurfi að sitja fimm ár í háskóla til að teljast fullgildur leikskólakennari. Námslán í fimm ár séu þungur baggi að bera fyrir skammarleg laun.

Frjálsi breytti gengistryggðum lánasamningi

Frjálsi fjárfestingabankinn breytti skilmálum á gengistryggðum lánasamningi hjá viðskiptavini sem ætlaði að nýta sér nýlegt úrræði bankans. Talsmaður neytenda varar fólk við að skrifa undir slíkar skilmálabreytingar.

Laugavegshlaupið er um næstu helgi

Á laugardaginn verður Laugavegshlaupið. En það er aðeins fyrir vel æfða hlaupara. Hlaupið í ár er það fjórtánda í röðinni en frá upphafi hefur það verið haldið af Reykjavíkurmaraþoni. Alls eru 310 hlauparar skráðir til keppni í ár 83 konur og 227 karlar. Íslenskir þátttakendur eru 233 talsins og frá öðrum löndum 77.

Ísland á rétt á styrk

Ísland hefur rétt á fjárstuðningi frá Evrópusambandinu til að búa sig undir aðild að sambandinu samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í dag. Í

Dældu bensíni á dísel-jeppa á Eskifirði

„Það var nú ekki ég, það var ferðafélagi minn," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir fékk ábendingu um að Bjarni hafi dælt bensíni á dísel-bíl fyrir austan nú á dögunum. Hann segir það rangt, hann hafi einungis verið farþegi í bílnum en hann er á ferðalagi fyrir austan með vini sínum.

Níu vilja hjálpa skuldurum

Níu manns sóttu um stöðu Umboðsmanns skuldara sem mun taka til starfa þann 1. ágúst næstkomandi.

Stöðvuðu kannabisræktun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Háaleitishverfinu í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust tæplega 70 kannabisplöntur. Það voru lögreglumenn við eftirlit í hverfinu sem runnu á lyktina og því var eftirleikurinn auðveldur. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, játaði aðild sína að málinu.

Ísland dróst inn í stríðið

„Það var hugmyndin að byrja niðri við höfnina þar sem bretarnir stigu á land snemma morguns - svo ætlum við að fara á þá staði sem þeir töldu hernaðalega mikilvæga á fyrstu klukkutímum hernámsins, lögreglustöðina og Pósthúsið gamla og Landsímahúsið við Austurvöll. Koma svo við hjá

Lögreglan fylgist með eftirvögnum

Í sumar hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgst sérstaklega með búnaði eftirvagna í umdæminu. Fjölmargir ökumenn hafa verið stöðvaðir vegna þessa en í langflestum tilvikum hefur búnaðurinn verið í góðu lagi. Það er helst að menn gleymi reglum um hliðarspegla og framlengingu þeirra þegar þess er þörf. Einnig eru dæmi um að ökumenn hafi ekki haft tilskilin réttindi en þegar samanlögð heildarþyngd bíls og eftirvagns er meiri en 3.500 kg þarf aukin ökuréttindi, segir í tilkynningu.

Bókasafn Kópavogs fær verk eftir Wilhelm Ernst Beckmann

Börn og bróðurdóttir Wilhelms Ernst Beckmann, tréskurðarlistamanns og fyrsta bæjarlistamanns Kópavogs, færðu í dag Bókasafni Kópavogs að gjöf listaverk, skartgripi, málverk og bækur sem áður voru í eigu listamannsins. Hrafn Andrés Harðarson bæjarbókavörður tók á móti gjafabréfi úr hendi gefenda við hátíðlega athöfn á bókasafninu í dag, segir í fréttatilkynningu.

Bláu ninjunar borguðu skemmdir á skilti - myndband

Bláu ninjunar hafa borgað skemmdir sem þær ollu á upplýsingaskilti fjölmiðlafyrirtækisins 365, sem Vísir tilheyrir. Fyrir nokkru komu sjö bláar ninjur fyrir utan fyrirtækið og léku listir sínar. Þær brutu upplýsingaskiltið fyrir slysni að sögn vitna og sögðu ninjunar í yfirlýsingu, sem þær sendu eftir atvikið, að þær myndu borga skemmdirnar.

Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar

Stjórnlaganefnd, sem kjörin var á Alþingi í júní, kom saman til fyrsta fundar þann 8. júlí síðastliðinn og kaus Guðrúnu Pétursdóttur formann nefndarinnar. Aðrir í nefndinni eru Aðalheiður Ámundadóttir, Ágúst Þór Árnason, Björg Thorarensen, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Njörður P. Njarðvík og Skúli Magnússon.

8400 gestir farið í sund á Blönduósi á tæplega mánuði

Sundlaugin á Blönduósi hefur heldur betur slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum sem eiga leið um bæinn. Því rúmlega 8.400 manns hafa sótt laugina frá opnun þann 16. júní síðastliðinn. Það er vefsíðan húni.is sem fjallar um málið.

Bjarni sakar VG um tvískinnung

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Vinstri græna um tvískinnung í afstöðu flokksins til fjárfestinga erlendra aðila í íslensku atvinnulífi.

Biðlistum útrýmt

Öll börn í Reykjavík sem fæddust árið 2008 hafa nú þegar fengið boð um pláss á leikskóla, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.

Búið að slökkva eldinn á Skálmarnesi

Búið er að slökkva eldinn sem kom upp á Skálmarnesi á Barðastönd nálægt bænum Ingunnarstöðum um sjöleytið í morgun. Lögreglan á Vestfjörðum segir að um einn hektari hafi brunnið og var um tíma óttast að nálæg sumarhús væru í hættu.

Kýldi löggu í Vestmannaeyjum

Maður sló lögreglumann hnefahöggi í andlitið í Vestmannaeyjum nú á dögunum. Þegar að lögregla bankaði upp á honum eftir að hafa fengið kvörtun vegna hávaða frá íbúð hans brást hann illa við heimsókn lögreglu með ofangreindum afleiðingum. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann var einnig kærður fyrir höggið.

Mikill sinueldur á Barðaströnd

Mikill sinueldur kom upp að Skálmarnesi á Barðaströnd um sjöleytið í morgun nálægt jörðinni Ingunnarstöðum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum er sumarhúsabyggð á jörðinni og var um tíma talið að sumarhús gætu verið í hættu. Slökkviliðið í Reykhólasveit og á Patreksfirði vinna að því að ráða niðurlögum eldsins. Eldsupptök eru ókunn.

Bíl stolið á Kársnesi þegar kettinum var hleypt út

„Þetta hefur örugglega gerst undir morgun þegar ég hleypti honum út um fimmleytið,“ segir Kristrún Júlíusdóttir kattaeigandi á Kársnesi í Kópavogi. Það var í morgun þegar Kristrún hleypti kettinum sínum út til að pissa að einhver óprúttinn aðili fór inn í íbúðina hennar og stal bíllyklunum af bílnum hennar og ók á honum í burtu. Kristrún skildi litla rifu eftir á útidyrahurðinni á meðan kisi fór út að pissa eins og hann gerir vanalega.

Jón Ásgeir þögull um eignatilfærslur

Slitastjórn Glitnis segir gögn sýna fram á að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi að undanförnu flutt eignir á nafn eiginkonu sinnar, Ingibjargar Pálmadóttur, í því skyni að koma þeim undan kyrrsetningu.

Ofgreidd lán líklega ekki endurgreidd

Ólíklegt er að þeir viðskiptavinir eignaleigufyrirtækisins Avant sem hafa greitt of mikið af bílalánum sínum fái endurgreitt nú þegar óskað hefur verið eftir því að Fjármálaeftirlitið skipi bráðabirgðastjórn yfir félagið. Þetta segir Heimir Haraldsson, stjórnarformaður móðurfélagsins Askar Capital.

KFC stefnir Aktu taktu

Bandaríska skyndibitakeðjan Kentucky Fried Chicken er komin í hart við íslensku lúgusjoppurnar Aktu taktu. KFC hefur stefnt FoodCo. ehf., eiganda Aktu taktu, og krefst þess að fyrirtækið láti af notkun vörumerkisins Taco-Twister.

Heilsa batnar oftast í efnahagskreppum

Efnahagskreppan sem nú geisar á Íslandi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 kann að verða til góðs fyrir heilsufar þjóðarinnar ef marka má niðurstöður erlendra rannsókna á áhrifum hagsveiflna.

Ósátt við aðgerðarleysi stjórnvalda

Skipuð hefur verið nefnd af Árna Páli Árnasyni, félags- og tryggingamálaráðherra, um gerð nýrrar aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi fyrir árin 2011 til 2015.

Stóraukin sala á lambakjöti

Lambakjötssala í júní var um það bil 35% meiri en í fyrra, 555 tonn seldust í ár en 410 tonn í sama mánuði í fyrra. Frá öðrum fjórðungi síðasta árs er söluaukningin 7,8%. Þetta eru heildsölutölur, það er að segja viðskipti verslana, kjötvinnslufyrirtækja og veitingastaða við sína birgja.

Samfélagshetjur veiddu nóg af laxi

Tólf veiðimenn og gestir þeirra gerðu góða ferð inn að Elliðaám í gær í boði borgaryfirvalda. Veiðimennirnir voru valdir úr hópi þeirra sem almennir borgarar tilnefndu fyrir að hafa lagt gott af mörkum til samfélagsins.

Meira af frjókornum í andrúmsloftinu en í fyrra

Magn frjókorna í andrúmsloftinu vex yfirleitt mikið þegar líður á júlímánuð og nær síðan hámarki í lok mánaðarins. Magn frjókorna er meira þessa dagana en á sama tíma síðustu ár.

Undrast að Ögmundur fari með svo rangt mál

Unnur G. Kristjánsdóttur, formaður nefndar um erlenda fjárfestingu, leiðréttir ummæli Ögmundar Jónassonar þingmanns í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld í yfirlýsingu til fjölmiðla. Hún undrast yfir því að þingmaður fari með svo rangt mál.

Mummi í Mótorsmiðjunni er í fjölmiðlabanni

Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni, segir í yfirlýsingu til fjölmiðla vera í fjölmiðlabanni til 15. júlí, samkvæmt samningi við Barnaverndarstofu.

Sjá næstu 50 fréttir