Innlent

Staða Farice er mjög slæm

Netsamband við útlönd mun ekki rofna, enda þótt Farice verði gjaldþrota segir stjórnarformaður félagsins, sem rekur samnefndan sæstreng. Staða félagsins er mjög slæm. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur neitar að leggja félaginu til nýtt hlutafé.

Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, lagði tillögu fyrir stjórnarfund fyrirtækisins á mánudag að Orkuveitan legði Farice, sem rekur sæstrengina Farice og Danice, til tæplega hálfa milljón evra eða tæplega áttatíu milljónir króna í nýtt hlutafé. Ný stjórn OR með Harald Flosa Tryggvason hafnaði tillögunni.

Tillaga um aukið hlutafé vakti spurningar um fjárhagsstöðu Farice, en stærstu hluthafar fyrirtækisins eru Landsvirkjun, Orkuveitan, íslenska ríkið, HS Orka, Vodafone og Síminn.

Farice á í viðræðum við lánardrottna sína og kemur þar margt til skoðunar t.d að lengja í lánum eða breyta skuldum í hlutafé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×