Innlent

Lögreglan leitar að stolnum hraðbát

Lögreglan í Árnessýslu leitar að hvítum hraðbáti með Susukí utanborðsmótor, sem stolið var á vagni frá sumarbústað á Mjóanesi við Þingvalalvatn nýverið.

Þjófarnir klipptu í sundur hengilás á keðju að heimreið bústaðarins, til að komast að bátnum.

Þá hefur ekkert spurst til þjófsins, sem stal nýjum tjaldvagni fyrir utan verslun í Reykjavík í fyrrakvöld, en atvikið náðist á eftirlitsmyndavélar verslunarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×