Innlent

Njóta veðursins í Nauthólsvík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Erfitt er að fá bílastæði við Nauthólsvík núna.
Erfitt er að fá bílastæði við Nauthólsvík núna.
Fjöldi fólks er saman kominn í Nauthólsvík til að sóla sig í góða veðrinu sem nú er á höfuðborgarsvæðinu. Viðmælandi Vísis, sem staddur er á veitingahúsinu Nauthóli, segir að þar sé setið við hvert borð og fólk kunni sannarlega að njóta blíðunnar. Þann eina skugga beri á að afar erfitt sé að fá bílastæði í kring.

Veðurstofan spáir áfram hægri breytilegri átt og bjartviðri, en segir að líkur séu á síðdegisskúrum. Hiti verður 10 til 16 stig. Á morgun verður 3-8 á morgun, léttskýjað og heldur hlýrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×