Innlent

Kostnaður vegna Kroll nemur yfir hálfum milljarði

Kostnaður slitastjórnar Glitnis vegna starfa Kroll nemur nú þegar yfir hálfum milljarði. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar, vill ekki tjá sig um kostnaðinn en segir að þrotabúið hafi þegar endurheimt tvöfaldan þann kostnað vegna rannsóknarvinnu.

Hið nafntogaða rannsóknarfyrirtæki Kroll hefur unnið að því að rannsaka viðskipti Glitnis árin fyrir hrun fyrir skilanefnd og slitastjórn bankans. Kroll sérhæfir sig meðal annars í því að rekja slóð fjármuna milli landa auk þess sem það er þekkt fyrir rannsóknir sínar á fjársvikamálum. Meginmarkmiðið með rannsókn Kroll er að endurheimta fjármuni fyrir kröfuhafa bankans, en stefna slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri og fleirum í New York byggir á rannsóknarvinnu fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu nemur kostnaðurinn vegna starfa Kroll nú þegar hátt í sex hundruð milljónum króna, en það eru kröfuhafar bankans sem bera þann kostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×