Innlent

Flestir trassa að skoða leiksvæði

Eftirliti á leikskólum er almennt mjög ábótavant. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar.
Eftirliti á leikskólum er almennt mjög ábótavant. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar.
Innan við fimmtungur leiksvæða á leikskólum á Íslandi er skoðaður árlega eins og reglur kveða á um. Slíkri skoðun er ætlað að tryggja öryggi leikvallatækja og yfirborðsefna.

Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir að á Íslandi séu nú um 277 leikskólar og 176 grunnskólar þar sem svokölluð aðalskoðun á að fara fram árlega. Upplýsingar frá faggiltum skoðunarstofum benda hins vegar til þess að slík skoðun fari aðeins fram í innan við 20 prósentum tilvika. Skoða hefur þurft leiksvæði árlega frá árinu 2003, þegar reglugerð um öryggi leikvallartækja og leiksvæða tók gildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×