Innlent

Sumargotssíld er enn sýkt

Litlar vísbendingar eru enn um að sýking í íslensku sumargotssíldinni sé í rénun. Þetta er niðurstaða leiðangurs Bjarna Sæmundssonar á hrygningarslóðir síldarinnar.

„Var sýkingartíðni lítið eitt lægri en í sambærilegum leiðangri fyrir einu ári, eða um 28 prósent," segir í frétt frá Hafrannsóknastofnun sem kveður um helming sýktu fiskanna hafa verið með sýkingu á fyrsta stigi, líkt og sumarið 2009. Ekkert bendi til annars en að öll sýkt síld drepist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×