Innlent

80 unglingar í fiskvinnslu hjá HB Granda í sumar

Nokkrir unglinganna í starfsliði HB Granda í grillveislu sem haldin var á Norðurgarði í dag.
Nokkrir unglinganna í starfsliði HB Granda í grillveislu sem haldin var á Norðurgarði í dag. Mynd/HB Grandi: Bergur Einarsson.
Í stað fastráðinna starfsmanna, sem fara í sumarleyfi, hafa tæplega 80 unglingar staðið vaktina hjá HB Granda í Reykjavík og á Akranesi í sumar og reiknað er með því að ráða þurfi fleiri á næstunni.

Fullri vinnslu hefur verið haldið uppi í fiskiðjuverum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi nú í sumar og að sögn Þrastar Reynissonar, vinnslustjóra landvinnslunnar, verður ekkert hlé gert á vinnslunni að þessu sinni vegna sumarleyfa, segir í frétt frá HB Granda.

55 skólakrakkar eru við störf í Reykjavík og 23 á Akranesi.

Unglingarnir manna nú um helming starfa í fiskvinnslunni á Norðurgarði í Reykjavík og á Akranesi er hlutfallið enn hærra eða um 2/3.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×