Fleiri fréttir Ræða kosti og galla fiskveiðistjórnunarkerfa Fiskveiðistjórnunarkerfi Vestur-Norðurlanda verða tekin til skoðunar á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins á Íslandi í júní á næsta ári. Það tilkynnti Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður ráðsins, á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var í Stokkhólmi. Hún segir að ráðstefnan muni bjóða upp á beinan samanburð á kvótakerfunum á Íslandi og Grænlandi og sóknardagakerfinu í Færeyjum, með hliðsjón af þáttum eins og verndunarsjónarmiðum og arðsemi, að fram kemur í tilkynningu frá Vestnorræna ráðinu. 30.10.2009 20:48 Embætti landlæknis auglýst laust til umsóknar Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti landlæknis. Matthías Halldórsson var skipaður tímabundið í embættið í nóvember á síðasta ári þegar að Sigurður Guðmundsson lét af störfum til að taka við sem forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Skipun Matthíasar var síðar framlengt. 30.10.2009 20:19 Þriðjungur þeirra sem greinast með inflúensu eru börn Upp undir þriðjungur þeirra sem hafa greinst með inflúensu í mánuðinum, eru börn á aldrinum núll til níu ára. Sóttvarnaryfirvöld kunna engar skýringar á þessu. Hér er átt við þá sem hafa greinst með inflúensulík einkenni, en margir þeirra kynnu að hafa fengið svínaflensu. Fjarvistum ungmenna í grunnskólum landsins hefur samfara þessu fjölgað mjög í mánuðinum. 30.10.2009 20:11 Flóknum tölfræðiútreikningum ætlað að sanna sekt í smyglmáli Doktor í afbrotafræðum var kallaður til í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en flóknir tölfræðiútreikningar eru á meðal þess sem eiga að sanna sekt Gunnars Viðars Árnasonar sem sagður er hafa flutt inn sex kíló af amfetamíni með hraðsendingu. 30.10.2009 19:19 Jón Ásgeir og fjölskylda hafa fjóra mánuði Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa tæpa fjóra mánuði til að koma með sjö og hálfan milljarð króna inn í móðufélag Haga. Að öðrum kosti mun Kaupþing eignast félagið og þar með Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki landsins. 30.10.2009 18:50 Ábatasöm útrás skurðlæknis Ábatasöm útrás íslensks skurðlæknis og sérfræðings í magahjáveituaðgerðum skilar Norðurlandi eystra milljónatugum í skatttekjur þessu ári. Fjögur þúsund sjúklingar leggjast undir hnífinn hjá fyrirtækinu í ár. 30.10.2009 18:47 Telur lán Glitnis til barna vera lögbrot Ólögráða barn fékk 24 milljóna króna lán hjá Glitni Hæsta lánið sem barni var veitt fyrir kaupum í stofnfjáraukningu í Byr fyrir tveimur árum nam tuttugu og fjórum milljónum króna. Lögbrot segir umboðsmaður barna, mistök segir bankastjóri Íslandsbanka. 30.10.2009 18:38 Háskólinn gerir ekki ráð fyrir veikindum vegna svínaflensunnar „Þetta mun koma sér mjög illa af mörgum ástæðum en sterkast vega líklega þau rök að fólk fær ekki greidd út námslánin sín fyrr en um vorið lendi þau í veikindum eða falli og nú má búast við mun meiri veikindaforföllum í prófunum vegna svínaflensufaraldursins,“ segir Hildur Björnsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem er allt annað en sátt með ákvörðun fimm deilda sem hafa ákveðið að afnema sjúkra- og upptökupróf í janúar og júní. Hún segir að stúdentaráð telji að um lögbrot sé að ræða. 30.10.2009 17:42 Lögregla lagði hald á þrjár byssur Annasamt hefur verið hjá lögreglunni á Selfossi í dag en rjúpnaveiðitímabilið er nýhafið. Kalla þurfti út björgunarsveitarmenn vegna týndrar rjúpnaskyttu og þá lagði lögregla hald á þrjú skotvopn. 30.10.2009 17:21 Vill hóflega vegtolla til að byggja upp vegakerfið „Mér finnst þessi hugmynd þess virði að hún sé skoðuð," segir Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður samgöngunefndar Alþingis um vegtolla á helstu stofnbrautir. 30.10.2009 16:31 Mikilvægt að halda fólki í ráðningarsambandi „Það sem okkur hefur þótt mikilvægast er að fólk haldi starfi með þeim ráðum sem tiltæk eru og að stofnanir geri allt sem hægt er áður en það er farið að fækka fólki eingöngu af sparnaðarástæðum," segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Í pistli á vef Landspítalans biður forstjóri spítalans þá starfsmenn sem geta tekið út lífeyrisréttindi að íhuga það að minnka við sig vinnu. 30.10.2009 16:09 Villikindunum slátrað - lömbin vel hæf til manneldis Villikindunum í Tálkna var slátrað í sláturhúsi KS á Sauðárkróki í morgun samkvæmt fréttavefnum Feykir.is. Flokkaðist kjötið ágætlega og eru lömbin vel hæf til manneldis. 30.10.2009 16:00 Keyrði á Rjómu og þarf að borga helming Ökumaður flutningabifreiðar skal deila helmingi eignatjóns sem varð á framhluta bifreiðarinnar þegar hann ók á hryssuna Rjómu á leið sinni vestur Snæfellsveg í Staðarsveit í nóvember 2008. 30.10.2009 15:14 Flest svínaflensutilfelli greinast í ungum börnum Langflest svínaflensutilfelli hérlendis, undanfarna daga og vikur, greinast hjá börnum á aldrinum 0-9 ára. Þetta er marktæk breyting frá því í júlí og ágúst, þegar flestir sem veiktust voru á aldrinum 15-30 ára, Þetta kemur fram í gögnum sem Guðrún Sigmundsdóttir, 30.10.2009 14:45 Hvetur eldri starfsmenn til að minnka við sig vinnu Björn Zoëga forstjóri Landspítala hvetur starfsmenn spítalans, sem hafa náð þeim aldri að eiga lífeyrisréttindi sem hægt er að taka út, að velta fyrir sér að minnka starfshlutfall og taka út lífeyri á móti. 30.10.2009 14:21 Eldvarnareftirlitið fjarlægði eldfiman köngulóarvef „Þeir kíktu hingað á miðvikudagsmorgninum og sáu þá köngulóarvefinn. Þeir eru sem betur fer að vinna vinnuna sína,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson en eldvarnareftirlitið tók út skemmtistaðinn NASA vegna skreytinga fyrir hrekkjavökuball ársins sem verður haldið annað kvöld. 30.10.2009 14:05 Áhrif framkvæmda sem tengjast Suðvesturlínu ekki metin á ný Skipulagsstofnun hefur ákveðið að ekki skuli meta umhverfisáhrif Suðvesturlínu, ásamt mati á áhrifum annarra framkvæmda sem henni tengjast. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Umhverfisráðherra fól stofnuninni að meta hvort svo skyldi gera. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra. Kærufrestur rennur út fjórða desember. 30.10.2009 13:52 „Icesave hinn fullkomni innistæðureikningur“ „Icesave er hinn fullkomni innistæðureikningur fyrir mannkynið,“ segir í Icesave auglýsingu sem gerð hefur verið opinber á netinu. Auglýsingin er sögð hafa verið gerið skömmu fyrir bankahrunið. 30.10.2009 13:40 Neytendasamtökin: Bankarnir mismuna viðskiptavinum Stjórn Neytendasamtakanna telur afar mikilvægt að tryggja jafnræði neytenda og fyrirtækja sem eiga í greiðsluvandræðum, í stað þess að hver banki setji sér sínar reglur en þetta kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna. 30.10.2009 13:15 Safna fyrir bágstaddar konur í Suður-Afríku Söfnunarátak Enza hjálparsamtakanna nær hámarki í Smáralindinni á morgun, laugardaginn 31. október, með fjölbreyttri dagskrá listamanna. Dagskráin stendur yfir frá klukkan tvö til fjögur. 30.10.2009 12:56 DV breytir útgáfudögum sínum DV mun framvegis koma út á mánudögum í stað þriðjudaga. Í tilkynningu frá Birtingi, útgáfufélagi DV, kemur fram að eftir sem áður komi blaðið út þrjá daga vikunnar; á mánudögum, miðvikudögum auk þess sem veglegt helgarblað kemur út á föstudögum. 30.10.2009 12:18 Neitar að vera á upptökunum Aðalmeðferð í máli Ríkissaksóknara gegn Gunnar Viðari Árnasyni hófst í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Gunnar er ákærður fyrir að hafa staðið fyrir og skipulagt smygl á sex kílóum af amfetamíni sem send voru til landsins með hraðsendingu. Andri Ólafsson var í héraðsdómi Reykjaness í morgun. 30.10.2009 12:15 Harður árekstur á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar Harður árekstur varð á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar laust eftir klukkan níu í morgun. Talið er að fólksbíll hafi farið yfir á rauðu ljósi og annar fólksbíll þá keyrt inn í hliðina á honum. Að sögn sjúkraflutningamanna voru tveir menn fluttir á slysadeild. 30.10.2009 12:07 Sterkur grunur um íkveikju á Bergþórshvoli Sterkur grunur leikur á því að kveikt hafi verið í húsinu Bergþórshvoli á Dalvík. Tilkynnt var um eldinn um klukkan fimm í nótt og lauk slökkvistarfi um níu leytið í morgun. Sigurður Jónsson slökkviliðsstjóri á Dalvík segir að svæðið verði vaktað fram eftir degi enda leynist enn glæður í einangrun. 30.10.2009 12:06 Skipulagsstofnun: Ákvörðun um Suð-Vesturlínu tilkynnt í dag Skipulagsstofnun tilkynnir í dag niðurstöðu sína um svonefnda Suð-Vesturlínu. Þá skýrist hvort umhverfismat línunnar telst endanlegt eða hvort einnig eigi að meta umhverfisáhrif annarra framkvæmda sem henni tengjast. 30.10.2009 12:00 Líklegra að stúlkur fái slæm skilaboð í tölvupósti 20 prósent barna á Íslandi hafa fengið sendan tölvupóst sem olli þeim áhyggjum eða hræddi. Talsvert líklegra er að stúlkur fái slíkan póst en drengir. 30.10.2009 11:51 Dagpeningar fyrir innanlandsferðalög lækka Ákveðið hefur verið að lækka dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins. Greiðslur fyrir gistingu og fæði í einn sólarhring lækkar úr rúmum 22 þúsund krónum í 18.700. Gisting fyrir einn sólarhring lækkar úr rúmum 14 þúsund krónum í 10.400 og greiðslur fyrir fæði í dagsferðum lækka úr 8300 í 7950. 30.10.2009 11:32 Skrifaði bók um föður framsalsbeiðanda Dómsmálaráðuneytið hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Hosmany Ramos sem hefur verið hér á landi síðan í haust. Lögmaður Hosmanys, Hilmar Ingimundarson, hefur andmælt því fyrir hönd skjólstæðings síns. 30.10.2009 11:28 Vill skoða hvort setja megi vegatolla „Það verður með öllum ráðum að koma einhverjum framkvæmdum í gang í atvinnulífinu og til þess þarf að leita allra skynsamlegra leið," segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 30.10.2009 10:57 Hestaníðingur sektaður Bóndi á Suðurlandi var dæmdur til þess að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir að brot á dýraverndarlögum um búfjárhald og reglugerð um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit hrossa. Bóndinn hefur áður verið dæmdur fyrir illa meðferð á ellefu hrossum árið 2006. 30.10.2009 10:12 Sektað á Barónsstíg Brot 76 ökumanna voru mynduð á Barónsstíg í Reykjavík í gær samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Barónsstíg í norðurátt, að Egilsgötu. 30.10.2009 10:09 Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás Nítján ára piltur var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir að slá annan mann með glerflösku í höfuðið. Árásin átti sér stað í byrjun ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Sjallann á Akureyri. 30.10.2009 10:06 Samningar um skuldavanda heimilanna undirritaðir á morgun Samningar við fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð um úrræði vegna skuldavanda einstaklinga og heimila og framkvæmd þeirra verða undirritaðir á morgun. 30.10.2009 09:55 Innbrot í golfskála Brotist var inn í golfskálann við golfvöllinn í Hafnarfirði í nótt. Þrjótarnir brutu sér leið inn í skálann með því að brjóta rúðu og á vegsummerkjum má sjá að þeir reyndu að hafa á brott með sér afgreiðslukassa skálans. Það tókst þó ekki og virðast þeir hafa þurft að hverfa á brott með tvær hendur tómar. Lögregla rannsakar nú málið. 30.10.2009 08:09 Viðbragðsstaða í Keflavík vegna bilunar í hreyfli Lögregla og slökkvilið voru í viðbragðsstöðu um klukkan hálfþrjú í nótt á Keflavíkurflugvelli. Von var á flugvél inn til lendingar á einum hreyfli vegna bilunar í hinum. Vélin er af gerðinni Boeing 767 300 og er á vegum Bandaríkjahers. Um borð voru 47 landgönguliðar á leið frá Þýskalandi vestur um haf. Allt gekk að óskum við lendingu vélarinnar og var flughæfni óskert að sögn lögreglu. 30.10.2009 06:53 Bruni á Bergþórshvoli Tilkynnt var um eld í gömlu mannlausu húsi á Dalvík um klukkan fimm í morgun. Um er að ræða járnklætt timburhús,sem kallað er Bergþórshvoll, sem enginn hefur búið í um tíma og engin starfssemi verið í. 30.10.2009 06:48 Segir pólitík á bak við frávísun Finnbogi Vikar Guðmundsson, laganemi við Háskólann á Bifröst, fullyrðir að honum hafi verið vísað út af aðalfundi LÍÚ í gær vegna gagnrýninna skrifa um fiskveiðistjórnunarkerfið í vor. Finnbogi segist hafa sótt fundinn til að afla sér upplýsinga um sjávarútveg. Hann situr í starfshópi á vegum sjávarútvegsráðherra sem ætlað er að endurskoða fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, og var tilnefndur af Borgarahreyfingunni. 30.10.2009 05:30 Metaðsókn á McDonalds „Það hefur enginn veitingastaður á Íslandi séð neitt svona. Það eru að seljast tíu þúsund hamborgarar á dag,“ segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. sem rekur McDonalds á Íslandi. 30.10.2009 05:30 Virðið áttfaldaðist á tveimur árum Byggðastofnun seldi húsnæði í Grundarfirði, sem brann í lok ágúst í sumar, fyrir fimm milljónir í desember árið 2007. Síðasti eigandi þess, karlmaður sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi, fékk nýverið tæplega fjörutíu milljónir króna út úr tryggingunum vegna brunans. 30.10.2009 05:30 Vefsjá talin stríða gegn lögum „Enginn vafi er á því að hægt er að nota þessar upplýsingar í vafasömum tilgangi og engin ástæða til þess að þær séu aðgengilegar öllum,“ segir í umsögn Þórðar Clausen Þórðarsonar, bæjarlögmanns í Kópavogi, vegna kvörtunar um kortavefsjá á heimasíðu bæjarins. 30.10.2009 05:15 Greiði Skógræktinni 608 milljónir króna Matsnefnd eignarnámsbóta hefur úrskurðað að Hafnarfjarðarbær eigi að greiða Skógrækt ríkisins rúmar 608 milljónir króna fyrir 160 þúsund fermetra af landi í Kapelluhrauni. Hafnarfjarðarbær fékk landið í Kapelluhrauni afhent í apríl 2008 og skipulagði þar byggingarlóðir. 30.10.2009 05:00 Ríkisendurskoðun telur brot yfirlæknis HSA vera alvarleg Ríkisendurskoðun telur að í starfi yfirlæknis Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) hafi verið alvarlegar brotalamir. Í 26 tilvikum hafi hann krafist of hárrar þóknunar fyrir vinnu sína. Þá hafi einnig verið brotalamir á lögboðinni færslu í sjúkraskrá. Þrátt fyrir það mun ríkisendurskoðun ekki aðhafast frekar í málinu. 30.10.2009 05:00 Sundlaugin að kaffæra sveitarfélagið Sveitarfélagið Álftanes þarf að óbreyttu að greiða meira en 200 milljónir króna í leigugreiðslur á næsta ári til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar (EFS) vegna sundlaugar sem tekin var í notkun í sumar, að sögn Kristins Guðlaugssonar, forseta bæjarstjórnar. 30.10.2009 05:00 Mislitun á kirkjuturni hverfur „Múrhúðin er bara svona fersk. Þegar hún skolast þá hverfur þetta og dofnar,“ segir Indriði Níelsson, verkfræðingur hjá Verkís, um mismunandi liti á nýrri múrhúð Hallgrímskirkjuturns. 30.10.2009 05:00 Veiðum á okkar forsendum Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu knúin til að taka einhliða ákvörðun um makrílveiðar fyrir næsta ár. Ástæðan sé sú að aðrir sem veiða úr makrílstofninum, sem eru Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar, neita að viðurkenna rétt Íslands til að taka þátt í að ákveða leyfilegan heildarafla og skiptingu hans. 30.10.2009 04:45 Sjá næstu 50 fréttir
Ræða kosti og galla fiskveiðistjórnunarkerfa Fiskveiðistjórnunarkerfi Vestur-Norðurlanda verða tekin til skoðunar á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins á Íslandi í júní á næsta ári. Það tilkynnti Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður ráðsins, á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var í Stokkhólmi. Hún segir að ráðstefnan muni bjóða upp á beinan samanburð á kvótakerfunum á Íslandi og Grænlandi og sóknardagakerfinu í Færeyjum, með hliðsjón af þáttum eins og verndunarsjónarmiðum og arðsemi, að fram kemur í tilkynningu frá Vestnorræna ráðinu. 30.10.2009 20:48
Embætti landlæknis auglýst laust til umsóknar Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti landlæknis. Matthías Halldórsson var skipaður tímabundið í embættið í nóvember á síðasta ári þegar að Sigurður Guðmundsson lét af störfum til að taka við sem forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Skipun Matthíasar var síðar framlengt. 30.10.2009 20:19
Þriðjungur þeirra sem greinast með inflúensu eru börn Upp undir þriðjungur þeirra sem hafa greinst með inflúensu í mánuðinum, eru börn á aldrinum núll til níu ára. Sóttvarnaryfirvöld kunna engar skýringar á þessu. Hér er átt við þá sem hafa greinst með inflúensulík einkenni, en margir þeirra kynnu að hafa fengið svínaflensu. Fjarvistum ungmenna í grunnskólum landsins hefur samfara þessu fjölgað mjög í mánuðinum. 30.10.2009 20:11
Flóknum tölfræðiútreikningum ætlað að sanna sekt í smyglmáli Doktor í afbrotafræðum var kallaður til í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en flóknir tölfræðiútreikningar eru á meðal þess sem eiga að sanna sekt Gunnars Viðars Árnasonar sem sagður er hafa flutt inn sex kíló af amfetamíni með hraðsendingu. 30.10.2009 19:19
Jón Ásgeir og fjölskylda hafa fjóra mánuði Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa tæpa fjóra mánuði til að koma með sjö og hálfan milljarð króna inn í móðufélag Haga. Að öðrum kosti mun Kaupþing eignast félagið og þar með Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki landsins. 30.10.2009 18:50
Ábatasöm útrás skurðlæknis Ábatasöm útrás íslensks skurðlæknis og sérfræðings í magahjáveituaðgerðum skilar Norðurlandi eystra milljónatugum í skatttekjur þessu ári. Fjögur þúsund sjúklingar leggjast undir hnífinn hjá fyrirtækinu í ár. 30.10.2009 18:47
Telur lán Glitnis til barna vera lögbrot Ólögráða barn fékk 24 milljóna króna lán hjá Glitni Hæsta lánið sem barni var veitt fyrir kaupum í stofnfjáraukningu í Byr fyrir tveimur árum nam tuttugu og fjórum milljónum króna. Lögbrot segir umboðsmaður barna, mistök segir bankastjóri Íslandsbanka. 30.10.2009 18:38
Háskólinn gerir ekki ráð fyrir veikindum vegna svínaflensunnar „Þetta mun koma sér mjög illa af mörgum ástæðum en sterkast vega líklega þau rök að fólk fær ekki greidd út námslánin sín fyrr en um vorið lendi þau í veikindum eða falli og nú má búast við mun meiri veikindaforföllum í prófunum vegna svínaflensufaraldursins,“ segir Hildur Björnsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem er allt annað en sátt með ákvörðun fimm deilda sem hafa ákveðið að afnema sjúkra- og upptökupróf í janúar og júní. Hún segir að stúdentaráð telji að um lögbrot sé að ræða. 30.10.2009 17:42
Lögregla lagði hald á þrjár byssur Annasamt hefur verið hjá lögreglunni á Selfossi í dag en rjúpnaveiðitímabilið er nýhafið. Kalla þurfti út björgunarsveitarmenn vegna týndrar rjúpnaskyttu og þá lagði lögregla hald á þrjú skotvopn. 30.10.2009 17:21
Vill hóflega vegtolla til að byggja upp vegakerfið „Mér finnst þessi hugmynd þess virði að hún sé skoðuð," segir Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður samgöngunefndar Alþingis um vegtolla á helstu stofnbrautir. 30.10.2009 16:31
Mikilvægt að halda fólki í ráðningarsambandi „Það sem okkur hefur þótt mikilvægast er að fólk haldi starfi með þeim ráðum sem tiltæk eru og að stofnanir geri allt sem hægt er áður en það er farið að fækka fólki eingöngu af sparnaðarástæðum," segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Í pistli á vef Landspítalans biður forstjóri spítalans þá starfsmenn sem geta tekið út lífeyrisréttindi að íhuga það að minnka við sig vinnu. 30.10.2009 16:09
Villikindunum slátrað - lömbin vel hæf til manneldis Villikindunum í Tálkna var slátrað í sláturhúsi KS á Sauðárkróki í morgun samkvæmt fréttavefnum Feykir.is. Flokkaðist kjötið ágætlega og eru lömbin vel hæf til manneldis. 30.10.2009 16:00
Keyrði á Rjómu og þarf að borga helming Ökumaður flutningabifreiðar skal deila helmingi eignatjóns sem varð á framhluta bifreiðarinnar þegar hann ók á hryssuna Rjómu á leið sinni vestur Snæfellsveg í Staðarsveit í nóvember 2008. 30.10.2009 15:14
Flest svínaflensutilfelli greinast í ungum börnum Langflest svínaflensutilfelli hérlendis, undanfarna daga og vikur, greinast hjá börnum á aldrinum 0-9 ára. Þetta er marktæk breyting frá því í júlí og ágúst, þegar flestir sem veiktust voru á aldrinum 15-30 ára, Þetta kemur fram í gögnum sem Guðrún Sigmundsdóttir, 30.10.2009 14:45
Hvetur eldri starfsmenn til að minnka við sig vinnu Björn Zoëga forstjóri Landspítala hvetur starfsmenn spítalans, sem hafa náð þeim aldri að eiga lífeyrisréttindi sem hægt er að taka út, að velta fyrir sér að minnka starfshlutfall og taka út lífeyri á móti. 30.10.2009 14:21
Eldvarnareftirlitið fjarlægði eldfiman köngulóarvef „Þeir kíktu hingað á miðvikudagsmorgninum og sáu þá köngulóarvefinn. Þeir eru sem betur fer að vinna vinnuna sína,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson en eldvarnareftirlitið tók út skemmtistaðinn NASA vegna skreytinga fyrir hrekkjavökuball ársins sem verður haldið annað kvöld. 30.10.2009 14:05
Áhrif framkvæmda sem tengjast Suðvesturlínu ekki metin á ný Skipulagsstofnun hefur ákveðið að ekki skuli meta umhverfisáhrif Suðvesturlínu, ásamt mati á áhrifum annarra framkvæmda sem henni tengjast. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Umhverfisráðherra fól stofnuninni að meta hvort svo skyldi gera. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra. Kærufrestur rennur út fjórða desember. 30.10.2009 13:52
„Icesave hinn fullkomni innistæðureikningur“ „Icesave er hinn fullkomni innistæðureikningur fyrir mannkynið,“ segir í Icesave auglýsingu sem gerð hefur verið opinber á netinu. Auglýsingin er sögð hafa verið gerið skömmu fyrir bankahrunið. 30.10.2009 13:40
Neytendasamtökin: Bankarnir mismuna viðskiptavinum Stjórn Neytendasamtakanna telur afar mikilvægt að tryggja jafnræði neytenda og fyrirtækja sem eiga í greiðsluvandræðum, í stað þess að hver banki setji sér sínar reglur en þetta kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna. 30.10.2009 13:15
Safna fyrir bágstaddar konur í Suður-Afríku Söfnunarátak Enza hjálparsamtakanna nær hámarki í Smáralindinni á morgun, laugardaginn 31. október, með fjölbreyttri dagskrá listamanna. Dagskráin stendur yfir frá klukkan tvö til fjögur. 30.10.2009 12:56
DV breytir útgáfudögum sínum DV mun framvegis koma út á mánudögum í stað þriðjudaga. Í tilkynningu frá Birtingi, útgáfufélagi DV, kemur fram að eftir sem áður komi blaðið út þrjá daga vikunnar; á mánudögum, miðvikudögum auk þess sem veglegt helgarblað kemur út á föstudögum. 30.10.2009 12:18
Neitar að vera á upptökunum Aðalmeðferð í máli Ríkissaksóknara gegn Gunnar Viðari Árnasyni hófst í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Gunnar er ákærður fyrir að hafa staðið fyrir og skipulagt smygl á sex kílóum af amfetamíni sem send voru til landsins með hraðsendingu. Andri Ólafsson var í héraðsdómi Reykjaness í morgun. 30.10.2009 12:15
Harður árekstur á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar Harður árekstur varð á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar laust eftir klukkan níu í morgun. Talið er að fólksbíll hafi farið yfir á rauðu ljósi og annar fólksbíll þá keyrt inn í hliðina á honum. Að sögn sjúkraflutningamanna voru tveir menn fluttir á slysadeild. 30.10.2009 12:07
Sterkur grunur um íkveikju á Bergþórshvoli Sterkur grunur leikur á því að kveikt hafi verið í húsinu Bergþórshvoli á Dalvík. Tilkynnt var um eldinn um klukkan fimm í nótt og lauk slökkvistarfi um níu leytið í morgun. Sigurður Jónsson slökkviliðsstjóri á Dalvík segir að svæðið verði vaktað fram eftir degi enda leynist enn glæður í einangrun. 30.10.2009 12:06
Skipulagsstofnun: Ákvörðun um Suð-Vesturlínu tilkynnt í dag Skipulagsstofnun tilkynnir í dag niðurstöðu sína um svonefnda Suð-Vesturlínu. Þá skýrist hvort umhverfismat línunnar telst endanlegt eða hvort einnig eigi að meta umhverfisáhrif annarra framkvæmda sem henni tengjast. 30.10.2009 12:00
Líklegra að stúlkur fái slæm skilaboð í tölvupósti 20 prósent barna á Íslandi hafa fengið sendan tölvupóst sem olli þeim áhyggjum eða hræddi. Talsvert líklegra er að stúlkur fái slíkan póst en drengir. 30.10.2009 11:51
Dagpeningar fyrir innanlandsferðalög lækka Ákveðið hefur verið að lækka dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins. Greiðslur fyrir gistingu og fæði í einn sólarhring lækkar úr rúmum 22 þúsund krónum í 18.700. Gisting fyrir einn sólarhring lækkar úr rúmum 14 þúsund krónum í 10.400 og greiðslur fyrir fæði í dagsferðum lækka úr 8300 í 7950. 30.10.2009 11:32
Skrifaði bók um föður framsalsbeiðanda Dómsmálaráðuneytið hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Hosmany Ramos sem hefur verið hér á landi síðan í haust. Lögmaður Hosmanys, Hilmar Ingimundarson, hefur andmælt því fyrir hönd skjólstæðings síns. 30.10.2009 11:28
Vill skoða hvort setja megi vegatolla „Það verður með öllum ráðum að koma einhverjum framkvæmdum í gang í atvinnulífinu og til þess þarf að leita allra skynsamlegra leið," segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 30.10.2009 10:57
Hestaníðingur sektaður Bóndi á Suðurlandi var dæmdur til þess að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir að brot á dýraverndarlögum um búfjárhald og reglugerð um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit hrossa. Bóndinn hefur áður verið dæmdur fyrir illa meðferð á ellefu hrossum árið 2006. 30.10.2009 10:12
Sektað á Barónsstíg Brot 76 ökumanna voru mynduð á Barónsstíg í Reykjavík í gær samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Barónsstíg í norðurátt, að Egilsgötu. 30.10.2009 10:09
Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás Nítján ára piltur var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir að slá annan mann með glerflösku í höfuðið. Árásin átti sér stað í byrjun ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Sjallann á Akureyri. 30.10.2009 10:06
Samningar um skuldavanda heimilanna undirritaðir á morgun Samningar við fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð um úrræði vegna skuldavanda einstaklinga og heimila og framkvæmd þeirra verða undirritaðir á morgun. 30.10.2009 09:55
Innbrot í golfskála Brotist var inn í golfskálann við golfvöllinn í Hafnarfirði í nótt. Þrjótarnir brutu sér leið inn í skálann með því að brjóta rúðu og á vegsummerkjum má sjá að þeir reyndu að hafa á brott með sér afgreiðslukassa skálans. Það tókst þó ekki og virðast þeir hafa þurft að hverfa á brott með tvær hendur tómar. Lögregla rannsakar nú málið. 30.10.2009 08:09
Viðbragðsstaða í Keflavík vegna bilunar í hreyfli Lögregla og slökkvilið voru í viðbragðsstöðu um klukkan hálfþrjú í nótt á Keflavíkurflugvelli. Von var á flugvél inn til lendingar á einum hreyfli vegna bilunar í hinum. Vélin er af gerðinni Boeing 767 300 og er á vegum Bandaríkjahers. Um borð voru 47 landgönguliðar á leið frá Þýskalandi vestur um haf. Allt gekk að óskum við lendingu vélarinnar og var flughæfni óskert að sögn lögreglu. 30.10.2009 06:53
Bruni á Bergþórshvoli Tilkynnt var um eld í gömlu mannlausu húsi á Dalvík um klukkan fimm í morgun. Um er að ræða járnklætt timburhús,sem kallað er Bergþórshvoll, sem enginn hefur búið í um tíma og engin starfssemi verið í. 30.10.2009 06:48
Segir pólitík á bak við frávísun Finnbogi Vikar Guðmundsson, laganemi við Háskólann á Bifröst, fullyrðir að honum hafi verið vísað út af aðalfundi LÍÚ í gær vegna gagnrýninna skrifa um fiskveiðistjórnunarkerfið í vor. Finnbogi segist hafa sótt fundinn til að afla sér upplýsinga um sjávarútveg. Hann situr í starfshópi á vegum sjávarútvegsráðherra sem ætlað er að endurskoða fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, og var tilnefndur af Borgarahreyfingunni. 30.10.2009 05:30
Metaðsókn á McDonalds „Það hefur enginn veitingastaður á Íslandi séð neitt svona. Það eru að seljast tíu þúsund hamborgarar á dag,“ segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. sem rekur McDonalds á Íslandi. 30.10.2009 05:30
Virðið áttfaldaðist á tveimur árum Byggðastofnun seldi húsnæði í Grundarfirði, sem brann í lok ágúst í sumar, fyrir fimm milljónir í desember árið 2007. Síðasti eigandi þess, karlmaður sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi, fékk nýverið tæplega fjörutíu milljónir króna út úr tryggingunum vegna brunans. 30.10.2009 05:30
Vefsjá talin stríða gegn lögum „Enginn vafi er á því að hægt er að nota þessar upplýsingar í vafasömum tilgangi og engin ástæða til þess að þær séu aðgengilegar öllum,“ segir í umsögn Þórðar Clausen Þórðarsonar, bæjarlögmanns í Kópavogi, vegna kvörtunar um kortavefsjá á heimasíðu bæjarins. 30.10.2009 05:15
Greiði Skógræktinni 608 milljónir króna Matsnefnd eignarnámsbóta hefur úrskurðað að Hafnarfjarðarbær eigi að greiða Skógrækt ríkisins rúmar 608 milljónir króna fyrir 160 þúsund fermetra af landi í Kapelluhrauni. Hafnarfjarðarbær fékk landið í Kapelluhrauni afhent í apríl 2008 og skipulagði þar byggingarlóðir. 30.10.2009 05:00
Ríkisendurskoðun telur brot yfirlæknis HSA vera alvarleg Ríkisendurskoðun telur að í starfi yfirlæknis Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) hafi verið alvarlegar brotalamir. Í 26 tilvikum hafi hann krafist of hárrar þóknunar fyrir vinnu sína. Þá hafi einnig verið brotalamir á lögboðinni færslu í sjúkraskrá. Þrátt fyrir það mun ríkisendurskoðun ekki aðhafast frekar í málinu. 30.10.2009 05:00
Sundlaugin að kaffæra sveitarfélagið Sveitarfélagið Álftanes þarf að óbreyttu að greiða meira en 200 milljónir króna í leigugreiðslur á næsta ári til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar (EFS) vegna sundlaugar sem tekin var í notkun í sumar, að sögn Kristins Guðlaugssonar, forseta bæjarstjórnar. 30.10.2009 05:00
Mislitun á kirkjuturni hverfur „Múrhúðin er bara svona fersk. Þegar hún skolast þá hverfur þetta og dofnar,“ segir Indriði Níelsson, verkfræðingur hjá Verkís, um mismunandi liti á nýrri múrhúð Hallgrímskirkjuturns. 30.10.2009 05:00
Veiðum á okkar forsendum Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu knúin til að taka einhliða ákvörðun um makrílveiðar fyrir næsta ár. Ástæðan sé sú að aðrir sem veiða úr makrílstofninum, sem eru Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar, neita að viðurkenna rétt Íslands til að taka þátt í að ákveða leyfilegan heildarafla og skiptingu hans. 30.10.2009 04:45