Innlent

Hvetur eldri starfsmenn til að minnka við sig vinnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn hvetur eldra starfsfólk til að minnka við sig vinnu.
Björn hvetur eldra starfsfólk til að minnka við sig vinnu.
Björn Zoëga forstjóri Landspítala hvetur starfsmenn spítalans, sem hafa náð þeim aldri að eiga lífeyrisréttindi sem hægt er að taka út, að velta fyrir sér að minnka starfshlutfall og taka út lífeyri á móti. Þannig verði hægt að milda áhrif kreppunnar á störf yngra fólks og hjálpa til við að verja sem flest störf.

Björn segir í föstudagspistli á vef Landspítalans að það verði ekki hægt að kynna útfærslur á öllum breytingum sem unnið sé að núna fyrr en upp úr miðjum næsta nóvember en af eitthverju af þessu muni starfsmenn frétta í gegnum næsta yfirmann á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×