Innlent

Villikindunum slátrað - lömbin vel hæf til manneldis

Myndarlegir skrokkar. Mynd/Feykir.is
Myndarlegir skrokkar. Mynd/Feykir.is

Villikindunum í Tálkna var slátrað í sláturhúsi KS á Sauðárkróki í morgun samkvæmt fréttavefnum Feykir.is. Flokkaðist kjötið ágætlega og eru lömbin vel hæf til manneldis.

Að sögn þeirra Ástu Einarsdóttur og Camillu Sörensen matsmanna sláturhússins var féð í fínum holdum og flokkaðist ágætlega þrátt fyrir að vera háfætt og ekki um neina ræktun að ræða hjá þessum stofni eins og kemur fram á Feykir.is.

Vignir Kjartansson verkstjóri sagði hins vegar að aðeins sæist mar á sumum skrokkunum sem er afleiðing af smöluninni í Tálkna en hún var eins og kunnugt er nokkuð erfið.

Vignir sagði ennfremur að féð hefði verið fast í gærunni og erfitt að flá það. Slátrun villifjárins var lokapunktur sláturtíðar hjá Afurðastöð KS þetta haustið og eru margir af erlendu verkamönnunum sem störfuðu á sláturhúsinu í haust farnir að pakka saman og fljúga til síns heima á morgun.

Hægt er að lesa frétt Feykis hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×