Háskólinn gerir ekki ráð fyrir veikindum vegna svínaflensunnar 30. október 2009 17:42 Hildur Björnsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, telur Háskólann ekki gera ráð fyrir að veikindum nemenda vegna svínaflensunnar. Mynd/Arnþór Birkisson „Þetta mun koma sér mjög illa af mörgum ástæðum en sterkast vega líklega þau rök að fólk fær ekki greidd út námslánin sín fyrr en um vorið lendi þau í veikindum eða falli og nú má búast við mun meiri veikindaforföllum í prófunum vegna svínaflensufaraldursins," segir Hildur Björnsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem er allt annað en sátt með ákvörðun fimm deilda sem hafa ákveðið að afnema sjúkra- og upptökupróf í janúar og júní. Stúdentaráð telur að um lögbrot sé að ræða. Umræddar deildir eru laga-, viðskiptafræði-, hagfræði-, sálfræði- og félagsráðgjafardeild skólans. Fleiri deildir Háskóla Íslands eru með sambærilegar breytingar til skoðunar. Ákvörðunin er afar einkennileg í ljósi heimsfaraldurs svínaflensunnar, að mati Hildar. „Þeir stúdentar sem munu falla í desemberprófum eða lenda í veikindum geta því ekki tekið endurtekt fyrr en í maí 2010 og því munu margir hverjir sitja uppi með yfirdrátt hjá bankanum á himinháum vöxtum," segir formaðurinn. Hildur segir að helstu rök Háskólans fyrir ákvörðuninni virðist vera sú að stúdentar misnoti sjúkraprófin. „Það er óeðlilegt að leyfa stúdentum ekki að njóta vafans og láta þannig misnotkun einhvers hóps nemenda koma niður á þeim sem virkilega eru veikir og þurfa á sjúkra- og upptökuprófum að halda." Þá bendir Hildur á að samkvæmt reglum Háskóla Íslands eigi að tilkynna nemendum skriflega eigi síðar en við upphaf kennslumisseris um allar breytingar á kennsluskrá. Það hafi ekki verið gert í umræddum deildum að lagadeild undanskilinni. „Við teljum því að hér sé um lögbrot að ræða." Um hádegisbil í gær hófst undirskriftarsöfnun á netinu gegn ákvörðun Háskólayfirvalda. Nú hafa safnast á bilinu 1200-1300 undirskriftir. Einnig var stofnaðu hópur á Facebook í sama tilgangi fyrr í vikunni og eru meðlimir tæplega 2900 talsins. „Við hvetjum fólk til að taka þátt í undirskriftarsöfnuninni sem fram fer á netinu og skrá sig í Facebook-hópinn," segir Hildur að lokum. Undirskriftasöfnunin fer fram hér og síðu Facebook-hópsins má sjá hér. Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
„Þetta mun koma sér mjög illa af mörgum ástæðum en sterkast vega líklega þau rök að fólk fær ekki greidd út námslánin sín fyrr en um vorið lendi þau í veikindum eða falli og nú má búast við mun meiri veikindaforföllum í prófunum vegna svínaflensufaraldursins," segir Hildur Björnsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem er allt annað en sátt með ákvörðun fimm deilda sem hafa ákveðið að afnema sjúkra- og upptökupróf í janúar og júní. Stúdentaráð telur að um lögbrot sé að ræða. Umræddar deildir eru laga-, viðskiptafræði-, hagfræði-, sálfræði- og félagsráðgjafardeild skólans. Fleiri deildir Háskóla Íslands eru með sambærilegar breytingar til skoðunar. Ákvörðunin er afar einkennileg í ljósi heimsfaraldurs svínaflensunnar, að mati Hildar. „Þeir stúdentar sem munu falla í desemberprófum eða lenda í veikindum geta því ekki tekið endurtekt fyrr en í maí 2010 og því munu margir hverjir sitja uppi með yfirdrátt hjá bankanum á himinháum vöxtum," segir formaðurinn. Hildur segir að helstu rök Háskólans fyrir ákvörðuninni virðist vera sú að stúdentar misnoti sjúkraprófin. „Það er óeðlilegt að leyfa stúdentum ekki að njóta vafans og láta þannig misnotkun einhvers hóps nemenda koma niður á þeim sem virkilega eru veikir og þurfa á sjúkra- og upptökuprófum að halda." Þá bendir Hildur á að samkvæmt reglum Háskóla Íslands eigi að tilkynna nemendum skriflega eigi síðar en við upphaf kennslumisseris um allar breytingar á kennsluskrá. Það hafi ekki verið gert í umræddum deildum að lagadeild undanskilinni. „Við teljum því að hér sé um lögbrot að ræða." Um hádegisbil í gær hófst undirskriftarsöfnun á netinu gegn ákvörðun Háskólayfirvalda. Nú hafa safnast á bilinu 1200-1300 undirskriftir. Einnig var stofnaðu hópur á Facebook í sama tilgangi fyrr í vikunni og eru meðlimir tæplega 2900 talsins. „Við hvetjum fólk til að taka þátt í undirskriftarsöfnuninni sem fram fer á netinu og skrá sig í Facebook-hópinn," segir Hildur að lokum. Undirskriftasöfnunin fer fram hér og síðu Facebook-hópsins má sjá hér.
Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira