Innlent

Keyrði á Rjómu og þarf að borga helming

Rjóma er öll en myndn tengist ekki fréttinni beint.
Rjóma er öll en myndn tengist ekki fréttinni beint.

Ökumaður flutningabifreiðar skal deila helmingi eignatjóns sem varð á framhluta bifreiðarinnar þegar hann ók á hryssuna Rjómu á leið sinni vestur Snæfellsveg í Staðarsveit í nóvember 2008.

Bóndinn sem átti hryssuna skal borga helming eignatjónsins sem hlaust af árekstrinum en girðing sem átti að halda hryssunni reyndist ekki hrossheld samkvæmt lögum þar sem gaddavír vantaði ofan á hana. Hún var þó órofinn og þykir líklegt að Rjóma hafi stokkið yfir hana.

Áreksturinn var ansi harður því bílstjórinn sá ekki Rjómu fyrr en hún stökk á veginn og skall á flutningabifreiðinni sem var með tengivagn í eftirdragi.

Aftur á móti þótti sannað að ökumaðurinn ók um það bil 15 kílómetrum yfir hármarkshraða en ekki má aka hraðar en 60 kílómetra á klukkustund sé flutningabifreiðin með tengivagn í eftirdragi. Því þarf ökumaðurinn að bera helming tjónsins sjálfur.

Það voru Snævélar ehf., sem áttu bifreiðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×