Fleiri fréttir Vill endurskoða reglur um ráðstöfunarfé ráðherra Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd Alþingis, tekur undir með formanni fjárlaganefndar með að skera niður eða afnema ráðstöfunarfé ráðherra. Margt skynsamlegra og nauðsynlegra sé hægt að gera við skattfé almennings á niðurskurðartímum. Þetta kom fram í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. 29.10.2009 22:15 Össur styrkti ævisögu Einars Benediktssonar Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, nýtti 300 þúsund krónur af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja ævisögugerð Einars Benediktssonar, fyrrverandi sendiherra. Guðbjartur Hannesson, flokksbróður Össurar og formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill minnka ráðstöfunarfé ráðherra og setja um það skýrari reglur. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 29.10.2009 20:16 Gagnrýnin merki um einelti Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir að gagnrýni á framgöngu hans síðustu misseri bera merki um einelti. 29.10.2009 20:00 Kvarta undan aukaverkunum Viðbúnaðarstig á Landspítalanum hefur verið hækkað vegna álags út af svínaflensunni. Góður skriður er kominn á bólusetningu gegn flensunni, en þó er kvartað undan því að hún valdi aukaverkunum hjá meirihluta þeirra sem hana fá. 29.10.2009 18:55 Helgi kjörinn forseti Helgi Hjörvar alþingismaður var kjörinn forseti Norðurlandaráðs á þingi ráðsins í Stokkhólmi í dag. Hann tekur við um áramót þegar Ísland tekur við formennsku í ráðinu. Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokki var kosinn varaforseti. 29.10.2009 18:50 Bjössi í World Class: Vorum ekki í kennitöluflakki Reksturinn stendur styrkum fótum, við vorum ekki í kennitöluflakki og ég er ekki á leiðinni í gjaldþrot, segir eigandi World Class á Íslandi. Hann hyggur á málshöfðun á hendur Straumi. 29.10.2009 18:45 Svefnleysisbætur bankamanna Fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur gömlu bankanna gera milljarða króna launakröfur í þrotabú þeirra. Dæmi eru um að menn reyni allt til að hækka kröfur sínar, meðal annars að krefjast bóta vegna svefnleysis og bónusa fyrir vel unnin störf. 29.10.2009 18:30 Morgunverðarfundur um aðgerðir gegn mansali Utanríkisráðuneytið í samvinnu við dómsmála- og mannréttindaráðuneytið stendur fyrir opnum morgunverðarfundi um hina alþjóðlegu baráttu gegn mansali á morgun í tilefni af komu Evu Biaudet, mansalsfulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, til Íslands. 29.10.2009 17:45 Fagna lögum um aðgerðir í þágu heimila og fyrirtækja Ungir jafnaðarmenn fagna lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. „Síðastliðið ár hafa heimilin og fyrirtækin í landinu háð blóðuga baráttu við að halda haus í erfiðu efnahagsumhverfi sem er afsprengi misheppnaðar einkavæðingar og efnahagsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,“ segir í ályktun félagsins. 29.10.2009 17:39 Hæstiréttur sneri við Glitnisdómi Hæstiréttur hefur snúið við dómi í máli Vilhjálms Bjarnasonar fjárfestis gegn Glitni banka. Vilhjálmur stefndi stjórn Glitnis vegna tillögu sem samþykkt var í stjórn bankans og veitti stjórninni heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Kaupverðið skyldi vera lægst 10% og hæst 10% hærra en skráð kaup- eða sölugengi í Kauphöll Íslands. Málið snertir starfslok Bjarna Ármannssonar hjá bankanum. Er bankinn sýknaður af stefnunni. 29.10.2009 16:53 Fimm mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur Hæstiréttur Íslands staðfesti fimm mánaða fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum karlmanni sem ók ölvaður. Hann er að auki sviptur ökuréttindum ævilangt. 29.10.2009 16:39 Gjörgæsludeildir fullar: Bætt við tækjakost spítalans Líkt og greint var frá fyrr í dag var Landspítalinn færður á svokallað virkjunarstig viðbragðsáætlunar spítalans klukkan 10:00 í morgun, samkvæmt ákvörðun forstjóra LSH. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem slíkt gerist en virkjunarstig er næstefst af fjórum viðbragðsstigum viðbragðsáætlunarinnar. Á hádegi í dag voru 35 inniliggjandi á Landspítala vegna inflúensu A(H1N1), þar af 8 á gjörgæslu. Auk þess hefur verið mikið um önnur alvarleg veikindi og slys sem hafa krafist innlagnar á gjörgæsludeild síðustu daga. 29.10.2009 15:49 Arkitektar í hópum á gæðafundi Góð mæting og lífleg skoðanaskipti voru á fundi um gæði byggðar sem haldinn var í Hafnarhúsinu í morgun. Menn tóku eftir að þarna voru m.a. atvinnulausir arkitektar í hópum enda er byggingarstarfsemi í borginni í mikilli ládeyðu þessa stundina. 29.10.2009 15:45 Segir hugmyndir um upptöku aflaheimilda skapa óróa Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ gagnrýndi harðlega hugmyndir um upptöku aflaheimilda á aðalfundi LÍÚ í dag og sakaði stjórnvöld um að skapa óróra innan sjávarútvegsins með því að kasta fram svo óútfærðum hugmyndum. Hann sagði óvissuna samfara þeim þegar hafa valdið tjóni. 29.10.2009 15:30 Kirkjan braut jafnréttislög - þarf að greiða rúmar 1,6 milljónir Séra Sigríði Guðmarsdóttur voru dæmdar rúmar 1,6 milljónir króna í bætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna brota á jafnréttislögum. Sigríður sótti um starf sendiráðsprest í London árið 2003 en karlmaður hlaut starfið. Þau voru jafnhæf og því hefði átt að ráða Sígríði. 29.10.2009 15:26 Stórþjófur dæmdur í tveggja mánaða fangelsi Þrjátíu og fimm ára gamall karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa stolið 165 þúsund krónum í reiðufé úr afgreiðslukassa verslunar N1 að Stórahjalla í Kópavogi. 29.10.2009 15:21 Árni hjólar í Gylfa Framganga Gylfa Arnbjörnssonar í tengslum við endurreisn íslensks efnahags- og atvinnulífs og stöðugleikasáttmálann hlýtur að kalla á spurningar og svör um hvaða umboð hann hefur frá almenningi, segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG. 29.10.2009 14:23 Útgáfa lagasafns úrskurðuð ólögleg Umboðsmaður Alþingis hefur vakið athygli Alþingis, forsætisráðherra og dómsmála- og mannréttindaráðherra á því að ekki hefur verið farið að lögum í útgáfu lagasafns í prentuðu formi hér á landi. 29.10.2009 14:06 Ákærðir fyrir að stela Kjarval Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að stela málverkinu „Á Hulduströnd“ eftir Jóhannes S. Kjarval í maí síðastliðnum. Verkið eiga þeir að hafa tekið ófrjálsri hendi á málverkasýningu á Miklatúni. Þeir eiga að hafa gengið inn á sýninguna og rakleiðis að verkinu, tekið það niður og gengið út. Lögreglan fann verkið stuttu síðar óskemmt. 29.10.2009 13:59 Það sem rjúpnaskyttum ber að varast Þann 30.október hefst rjúpnaveiðitímabilið og stendru það í 18 daga en síðasti leyfilegi veiðidagurinn er 6.desember. Í nóvember í fyrra voru björgunarsveitir Landsbjargar kallaðar út ellefu sinnum til leitar og aðstoðar við rjúpnaskyttur. Félagið vill því vekja á nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í veiðiferðina. 29.10.2009 13:58 Tillögu Ólafs varðandi Eykt vísað frá Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi lagði í dag fram tillögu þess efnis í borgarráði að skorað yrði á byggingarfélagið Eykt að upplýsa um framlög sín og styrki til stjórnmálasamtaka sem buðu fram í síðustu borgarstjórnarkosningum. 29.10.2009 13:02 Viðbúnaður á Landspítalanum færður á virkjunarstig Viðbúnaður á Landspítala var í dag færður á svokallað virkjunarstig, samkvæmt viðbragðsáætlun spítalans, vegna aukins álags af völdum inflúensufaraldursins samkvæmt tilkynningu frá Landlæknaembættinu. 29.10.2009 12:19 Sömdu um aðstoð fyrir atvinnuleitendur Vinnumálastofnun, KVASIS, samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hafa gert samstarfssamning um náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnuleitendur. Á vegum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva starfa náms- og starfsráðgjafar, sem munu með þessum samningi taka þátt í að ná til atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hvetja þá til virkni. 29.10.2009 11:57 Kona með kókaín innvortis handtekin Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði íslenska konu á fertugsaldri sem var að koma frá Kaupmannahöfn í lok september. Konan reyndist vera með 100 grömm af kókaíni innvortis. 29.10.2009 11:47 Skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Nítján ára gömul stúlka var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmd í þriggja mánaða fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún látin niður falla að tveimur árum liðnum haldi hún almennt skilorð. 29.10.2009 11:27 Fjölskylduhjálpin leitar eftir stuðningi frá fjársterkum aðilum Fjölskylduhjálpin er að fara af stað með söfnun til að geta staðið straum af öllum þeim umsóknum sem munu berast fyrir jólin. Forsvarsmenn hennar hafa því leitað aðstoðar fyrirtækja í bréfi sem verið er að senda út þessa dagana. 29.10.2009 11:24 Ósátt við framlengda dvöl AGS „Mér finnst það ekkert sjálfgefið að veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé framlengt um hálft ár. Mér finnst það eitthvað sem stjórnvöld þurfi að ræða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn,“ segir Lilja Mósesdóttir, 29.10.2009 10:57 Jakinn 25 ára gamall Tuttugu og fimm ár eru um þessar mundir liðin frá því að Jakinn, fyrsti gámakrani Eimskipafélagsins í Sundahöfn, var vígður við hátíðlega athöfn samkvæmt tilkynningu frá Eimskip. 29.10.2009 10:22 Piltur stal fimm gaskútum Nítján ára piltur var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í gær meðal annars fyrir að stela fimm misstórum gaskútum á Akureyri. Pilturinn braust einnig inn í verslanir sem og áfengisverslun ríkisins þar sem hann stal Vodka og Gordons gini. 29.10.2009 09:44 Sló mann í hálsinn með glerflösku Tæplega þrítugur karlmaður frá Siglufirði var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að slá mann í hálsinn með glerflösku og að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn sló fórnalamb sitt í hálsinn í apríl síðastliðnum. Mennirnir voru staddir fyrir utan heimahús á Siglufirði. Sjálfur sagði sá dæmdi að maðurinn hefði áreitt sig allt kvöldið, því hefði hann slegið hann í hálsinn með hálf fullri bjórflösku. 29.10.2009 09:29 Prestur kvíðir mánaðamótum vegna fátæktar Stöðugur straumur af fólki leitar sér hjálpar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu, segir Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnafjarðarkirkju. Í samtali við Vísi segir Þórhallur að sama hversu oft sé bent á vandann, ekkert virðist vera að breytast. 29.10.2009 09:22 Vill að Eykt upplýsi um styrki til flokka Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi ætlar að leggja fram tillögu þess efnis á borgarráðsfundi síðar í dag að skorað verði á byggingarfélagið Eykt að upplýsa um framlög sín og styrki til stjórnmálasamtaka sem buðu fram í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá vill Ólafur jafnframt að upplýst verði hvaða frambjóðendur í prófkjörum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar fengu styrki frá félaginu og hvort aðrir styrkir hafi runnið til frambjóðenda og kjörinna fulltrúa í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. 29.10.2009 07:33 Fimmtíu þúsund eru talin í mestri áhættu Sóttvarnalæknir segir 16 prósent Íslendinga með undirliggjandi sjúkdóma sem setji þá í áhættuhóp vegna svínaflensu. Veikin er ólík árlegu flensunni því tíu prósent sýktra lenda á gjörgæslu. Þriðjungur þeirra telst ekki í mestri áhættu. 29.10.2009 05:30 Jóhanna segir allt á uppleið Forsætisráðherra segir framlengingu kjarasamninga og endurskoðun AGS á efnahagsáætlun Íslands mikilvæga áfanga á leið úr þrengingunum. Stjórnin endurnýjaði yfirlýsingu um að kapp verði lagt á fjárfestingar. 29.10.2009 05:00 Rannsaka svindl með brunabótamat Fimm Litháar og einn Íslendingur voru í gær úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til miðvikudagsins 4. nóvember vegna rannsóknar lögreglu á meintu mansalsmáli á Suðurnesjum og annarri skipulagðri glæpastarfsemi. Ekki var gerð krafa um framlengingu gæsluvarðhalds yfir sjöunda manninum, Íslendingi, sem einnig hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar og hefur hann verið látinn laus. 29.10.2009 05:00 Síbrotamaður reyndi að innheimta húsaleiguskuld með kúbein að vopni Dómsmál Hálffertugur síbrotamaður, Einar Örn Sigurðsson, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir ýmis hegningarlagabrot, meðal annars tilraun til handrukkunar. 29.10.2009 05:00 Laun í sjávarútvegi 48 milljarðar í fyrra Beinir skattar sjávarútvegsins námu fimm milljörðum króna á síðasta ári. Útgerðin greiðir 1,3 milljarða í auðlindaskatt á þessu fiskveiðiári. Formaður LÍÚ segist ekki trúa því að stjórnvöld láti verða af fyrirhugaðri kvótafyrningu. 29.10.2009 04:30 Bankaleynd vikið til hliðar Skipa á sérstaka nefnd til að hafa eftirlit með framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar sem ákveðin var með lögum á föstudag. Í þeim er annars vegar sagt til um hvernig laga eigi skuldir að greiðslugetu og eignastöðu fólks og hins vegar er fjallað um eftirgjöf skulda eða aðrar ívilnanir banka gagnvart fyrirtækjum. 29.10.2009 04:30 Orkuskattar endurskoðaðir Eftir viðræður síðustu daga á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um framtíð stöðugleikasáttmálans sendu forsætis- og fjármálaráðherra frá sér yfirlýsingu í gær um framgang málsins. Kemur þar fram þung áhersla stjórnvalda á að samstarfið haldi áfram á þeim forsendum sem samdist um í júní síðastliðinn. Gerð sáttmálans hafi verið sögulegt skref og sameiginlegur áfangi til að hefja endurreisn efnahagslífsins og auka tiltrú þjóðarinnar á framtíðina. 29.10.2009 04:15 Flytur til Utah ef ekki fást peningar Oddur Helgason, sem á og rekur ORG ættfræðiþjónustuna, segir fyrirtækið standa á fjárhagslegum brauðfótum. Ef ekki komi til aðgerða af hálfu hins opinbera neyðist hann til að flytja starfsemina úr landi. Góðviljaðir menn í Utah-ríki í Bandaríkjunum hafi boðist til að styðja við bakið á honum flytjist hann þangað. 29.10.2009 04:15 Vinnubrögð stjórnarinnar forkastanleg Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er ákaflega ósáttur við yfirlýsingu um framgang stöðugleikasáttmálans. Á það bæði við um innihald hennar og hvernig var staðið að því að setja hana fram. „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð,“ segir Gylfi. 29.10.2009 04:00 Fái 110 milljónir króna fyrir vegstæði Einkahlutafélagið Bleiksstaðir á að fá greiddar rúmar 110 milljónir króna frá Vegagerð ríkisins samkvæmt niðurstöðu Matsnefndar eignarnámsbóta. Greiðsluna á Vegagerðin að inna af hendi fyrir 4,4 hektara lands með Vesturlandsvegi í landi Blikastaða milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Hluta landræmunnar sem um ræðir tók Vegagerðin til handargagns þegar á árinu 1976 en þurfti breiðari spildu vegna breikkunar sem gerð var á Vesturlandsvegi á árunum 2005 og 2006. 29.10.2009 04:00 Ísland háð AGS hálfu ári lengur en til stóð Önnur endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands var samþykkt í stjórn AGS í gær, eftir átta mánaða töf. 100 milljarðar berast frá AGS og Norðurlöndunum á næstunni. Vonast er til að nú verði hægt að lækka vexti og slaka á gjaldeyrishöftum. 29.10.2009 03:45 Gengi krónunnar verður ekki handstýrt Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að afborgarnir erlendra lána verði greiddar með þeim lánum sem fást í kjölfar endurskoðunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag ef þörf kröfur. Hann segir að gengi krónunnar verði ekki handstýrt með inngripum á gjaldeyrismarkaði. Þetta kom fram í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. 28.10.2009 22:10 Kviknaði í eldavél Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á níunda tímanum í kvöld að raðhúsi við Tunguveg í Reykjavík eftir að tilkynning barst um mikinn reyk lægi frá íbúð í raðhúsalengjunni. 28.10.2009 21:14 Sjá næstu 50 fréttir
Vill endurskoða reglur um ráðstöfunarfé ráðherra Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd Alþingis, tekur undir með formanni fjárlaganefndar með að skera niður eða afnema ráðstöfunarfé ráðherra. Margt skynsamlegra og nauðsynlegra sé hægt að gera við skattfé almennings á niðurskurðartímum. Þetta kom fram í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. 29.10.2009 22:15
Össur styrkti ævisögu Einars Benediktssonar Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, nýtti 300 þúsund krónur af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja ævisögugerð Einars Benediktssonar, fyrrverandi sendiherra. Guðbjartur Hannesson, flokksbróður Össurar og formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill minnka ráðstöfunarfé ráðherra og setja um það skýrari reglur. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 29.10.2009 20:16
Gagnrýnin merki um einelti Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir að gagnrýni á framgöngu hans síðustu misseri bera merki um einelti. 29.10.2009 20:00
Kvarta undan aukaverkunum Viðbúnaðarstig á Landspítalanum hefur verið hækkað vegna álags út af svínaflensunni. Góður skriður er kominn á bólusetningu gegn flensunni, en þó er kvartað undan því að hún valdi aukaverkunum hjá meirihluta þeirra sem hana fá. 29.10.2009 18:55
Helgi kjörinn forseti Helgi Hjörvar alþingismaður var kjörinn forseti Norðurlandaráðs á þingi ráðsins í Stokkhólmi í dag. Hann tekur við um áramót þegar Ísland tekur við formennsku í ráðinu. Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokki var kosinn varaforseti. 29.10.2009 18:50
Bjössi í World Class: Vorum ekki í kennitöluflakki Reksturinn stendur styrkum fótum, við vorum ekki í kennitöluflakki og ég er ekki á leiðinni í gjaldþrot, segir eigandi World Class á Íslandi. Hann hyggur á málshöfðun á hendur Straumi. 29.10.2009 18:45
Svefnleysisbætur bankamanna Fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur gömlu bankanna gera milljarða króna launakröfur í þrotabú þeirra. Dæmi eru um að menn reyni allt til að hækka kröfur sínar, meðal annars að krefjast bóta vegna svefnleysis og bónusa fyrir vel unnin störf. 29.10.2009 18:30
Morgunverðarfundur um aðgerðir gegn mansali Utanríkisráðuneytið í samvinnu við dómsmála- og mannréttindaráðuneytið stendur fyrir opnum morgunverðarfundi um hina alþjóðlegu baráttu gegn mansali á morgun í tilefni af komu Evu Biaudet, mansalsfulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, til Íslands. 29.10.2009 17:45
Fagna lögum um aðgerðir í þágu heimila og fyrirtækja Ungir jafnaðarmenn fagna lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. „Síðastliðið ár hafa heimilin og fyrirtækin í landinu háð blóðuga baráttu við að halda haus í erfiðu efnahagsumhverfi sem er afsprengi misheppnaðar einkavæðingar og efnahagsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,“ segir í ályktun félagsins. 29.10.2009 17:39
Hæstiréttur sneri við Glitnisdómi Hæstiréttur hefur snúið við dómi í máli Vilhjálms Bjarnasonar fjárfestis gegn Glitni banka. Vilhjálmur stefndi stjórn Glitnis vegna tillögu sem samþykkt var í stjórn bankans og veitti stjórninni heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Kaupverðið skyldi vera lægst 10% og hæst 10% hærra en skráð kaup- eða sölugengi í Kauphöll Íslands. Málið snertir starfslok Bjarna Ármannssonar hjá bankanum. Er bankinn sýknaður af stefnunni. 29.10.2009 16:53
Fimm mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur Hæstiréttur Íslands staðfesti fimm mánaða fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum karlmanni sem ók ölvaður. Hann er að auki sviptur ökuréttindum ævilangt. 29.10.2009 16:39
Gjörgæsludeildir fullar: Bætt við tækjakost spítalans Líkt og greint var frá fyrr í dag var Landspítalinn færður á svokallað virkjunarstig viðbragðsáætlunar spítalans klukkan 10:00 í morgun, samkvæmt ákvörðun forstjóra LSH. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem slíkt gerist en virkjunarstig er næstefst af fjórum viðbragðsstigum viðbragðsáætlunarinnar. Á hádegi í dag voru 35 inniliggjandi á Landspítala vegna inflúensu A(H1N1), þar af 8 á gjörgæslu. Auk þess hefur verið mikið um önnur alvarleg veikindi og slys sem hafa krafist innlagnar á gjörgæsludeild síðustu daga. 29.10.2009 15:49
Arkitektar í hópum á gæðafundi Góð mæting og lífleg skoðanaskipti voru á fundi um gæði byggðar sem haldinn var í Hafnarhúsinu í morgun. Menn tóku eftir að þarna voru m.a. atvinnulausir arkitektar í hópum enda er byggingarstarfsemi í borginni í mikilli ládeyðu þessa stundina. 29.10.2009 15:45
Segir hugmyndir um upptöku aflaheimilda skapa óróa Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ gagnrýndi harðlega hugmyndir um upptöku aflaheimilda á aðalfundi LÍÚ í dag og sakaði stjórnvöld um að skapa óróra innan sjávarútvegsins með því að kasta fram svo óútfærðum hugmyndum. Hann sagði óvissuna samfara þeim þegar hafa valdið tjóni. 29.10.2009 15:30
Kirkjan braut jafnréttislög - þarf að greiða rúmar 1,6 milljónir Séra Sigríði Guðmarsdóttur voru dæmdar rúmar 1,6 milljónir króna í bætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna brota á jafnréttislögum. Sigríður sótti um starf sendiráðsprest í London árið 2003 en karlmaður hlaut starfið. Þau voru jafnhæf og því hefði átt að ráða Sígríði. 29.10.2009 15:26
Stórþjófur dæmdur í tveggja mánaða fangelsi Þrjátíu og fimm ára gamall karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa stolið 165 þúsund krónum í reiðufé úr afgreiðslukassa verslunar N1 að Stórahjalla í Kópavogi. 29.10.2009 15:21
Árni hjólar í Gylfa Framganga Gylfa Arnbjörnssonar í tengslum við endurreisn íslensks efnahags- og atvinnulífs og stöðugleikasáttmálann hlýtur að kalla á spurningar og svör um hvaða umboð hann hefur frá almenningi, segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG. 29.10.2009 14:23
Útgáfa lagasafns úrskurðuð ólögleg Umboðsmaður Alþingis hefur vakið athygli Alþingis, forsætisráðherra og dómsmála- og mannréttindaráðherra á því að ekki hefur verið farið að lögum í útgáfu lagasafns í prentuðu formi hér á landi. 29.10.2009 14:06
Ákærðir fyrir að stela Kjarval Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að stela málverkinu „Á Hulduströnd“ eftir Jóhannes S. Kjarval í maí síðastliðnum. Verkið eiga þeir að hafa tekið ófrjálsri hendi á málverkasýningu á Miklatúni. Þeir eiga að hafa gengið inn á sýninguna og rakleiðis að verkinu, tekið það niður og gengið út. Lögreglan fann verkið stuttu síðar óskemmt. 29.10.2009 13:59
Það sem rjúpnaskyttum ber að varast Þann 30.október hefst rjúpnaveiðitímabilið og stendru það í 18 daga en síðasti leyfilegi veiðidagurinn er 6.desember. Í nóvember í fyrra voru björgunarsveitir Landsbjargar kallaðar út ellefu sinnum til leitar og aðstoðar við rjúpnaskyttur. Félagið vill því vekja á nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í veiðiferðina. 29.10.2009 13:58
Tillögu Ólafs varðandi Eykt vísað frá Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi lagði í dag fram tillögu þess efnis í borgarráði að skorað yrði á byggingarfélagið Eykt að upplýsa um framlög sín og styrki til stjórnmálasamtaka sem buðu fram í síðustu borgarstjórnarkosningum. 29.10.2009 13:02
Viðbúnaður á Landspítalanum færður á virkjunarstig Viðbúnaður á Landspítala var í dag færður á svokallað virkjunarstig, samkvæmt viðbragðsáætlun spítalans, vegna aukins álags af völdum inflúensufaraldursins samkvæmt tilkynningu frá Landlæknaembættinu. 29.10.2009 12:19
Sömdu um aðstoð fyrir atvinnuleitendur Vinnumálastofnun, KVASIS, samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hafa gert samstarfssamning um náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnuleitendur. Á vegum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva starfa náms- og starfsráðgjafar, sem munu með þessum samningi taka þátt í að ná til atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hvetja þá til virkni. 29.10.2009 11:57
Kona með kókaín innvortis handtekin Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði íslenska konu á fertugsaldri sem var að koma frá Kaupmannahöfn í lok september. Konan reyndist vera með 100 grömm af kókaíni innvortis. 29.10.2009 11:47
Skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Nítján ára gömul stúlka var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmd í þriggja mánaða fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún látin niður falla að tveimur árum liðnum haldi hún almennt skilorð. 29.10.2009 11:27
Fjölskylduhjálpin leitar eftir stuðningi frá fjársterkum aðilum Fjölskylduhjálpin er að fara af stað með söfnun til að geta staðið straum af öllum þeim umsóknum sem munu berast fyrir jólin. Forsvarsmenn hennar hafa því leitað aðstoðar fyrirtækja í bréfi sem verið er að senda út þessa dagana. 29.10.2009 11:24
Ósátt við framlengda dvöl AGS „Mér finnst það ekkert sjálfgefið að veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé framlengt um hálft ár. Mér finnst það eitthvað sem stjórnvöld þurfi að ræða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn,“ segir Lilja Mósesdóttir, 29.10.2009 10:57
Jakinn 25 ára gamall Tuttugu og fimm ár eru um þessar mundir liðin frá því að Jakinn, fyrsti gámakrani Eimskipafélagsins í Sundahöfn, var vígður við hátíðlega athöfn samkvæmt tilkynningu frá Eimskip. 29.10.2009 10:22
Piltur stal fimm gaskútum Nítján ára piltur var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í gær meðal annars fyrir að stela fimm misstórum gaskútum á Akureyri. Pilturinn braust einnig inn í verslanir sem og áfengisverslun ríkisins þar sem hann stal Vodka og Gordons gini. 29.10.2009 09:44
Sló mann í hálsinn með glerflösku Tæplega þrítugur karlmaður frá Siglufirði var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að slá mann í hálsinn með glerflösku og að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn sló fórnalamb sitt í hálsinn í apríl síðastliðnum. Mennirnir voru staddir fyrir utan heimahús á Siglufirði. Sjálfur sagði sá dæmdi að maðurinn hefði áreitt sig allt kvöldið, því hefði hann slegið hann í hálsinn með hálf fullri bjórflösku. 29.10.2009 09:29
Prestur kvíðir mánaðamótum vegna fátæktar Stöðugur straumur af fólki leitar sér hjálpar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu, segir Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnafjarðarkirkju. Í samtali við Vísi segir Þórhallur að sama hversu oft sé bent á vandann, ekkert virðist vera að breytast. 29.10.2009 09:22
Vill að Eykt upplýsi um styrki til flokka Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi ætlar að leggja fram tillögu þess efnis á borgarráðsfundi síðar í dag að skorað verði á byggingarfélagið Eykt að upplýsa um framlög sín og styrki til stjórnmálasamtaka sem buðu fram í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá vill Ólafur jafnframt að upplýst verði hvaða frambjóðendur í prófkjörum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar fengu styrki frá félaginu og hvort aðrir styrkir hafi runnið til frambjóðenda og kjörinna fulltrúa í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. 29.10.2009 07:33
Fimmtíu þúsund eru talin í mestri áhættu Sóttvarnalæknir segir 16 prósent Íslendinga með undirliggjandi sjúkdóma sem setji þá í áhættuhóp vegna svínaflensu. Veikin er ólík árlegu flensunni því tíu prósent sýktra lenda á gjörgæslu. Þriðjungur þeirra telst ekki í mestri áhættu. 29.10.2009 05:30
Jóhanna segir allt á uppleið Forsætisráðherra segir framlengingu kjarasamninga og endurskoðun AGS á efnahagsáætlun Íslands mikilvæga áfanga á leið úr þrengingunum. Stjórnin endurnýjaði yfirlýsingu um að kapp verði lagt á fjárfestingar. 29.10.2009 05:00
Rannsaka svindl með brunabótamat Fimm Litháar og einn Íslendingur voru í gær úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til miðvikudagsins 4. nóvember vegna rannsóknar lögreglu á meintu mansalsmáli á Suðurnesjum og annarri skipulagðri glæpastarfsemi. Ekki var gerð krafa um framlengingu gæsluvarðhalds yfir sjöunda manninum, Íslendingi, sem einnig hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar og hefur hann verið látinn laus. 29.10.2009 05:00
Síbrotamaður reyndi að innheimta húsaleiguskuld með kúbein að vopni Dómsmál Hálffertugur síbrotamaður, Einar Örn Sigurðsson, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir ýmis hegningarlagabrot, meðal annars tilraun til handrukkunar. 29.10.2009 05:00
Laun í sjávarútvegi 48 milljarðar í fyrra Beinir skattar sjávarútvegsins námu fimm milljörðum króna á síðasta ári. Útgerðin greiðir 1,3 milljarða í auðlindaskatt á þessu fiskveiðiári. Formaður LÍÚ segist ekki trúa því að stjórnvöld láti verða af fyrirhugaðri kvótafyrningu. 29.10.2009 04:30
Bankaleynd vikið til hliðar Skipa á sérstaka nefnd til að hafa eftirlit með framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar sem ákveðin var með lögum á föstudag. Í þeim er annars vegar sagt til um hvernig laga eigi skuldir að greiðslugetu og eignastöðu fólks og hins vegar er fjallað um eftirgjöf skulda eða aðrar ívilnanir banka gagnvart fyrirtækjum. 29.10.2009 04:30
Orkuskattar endurskoðaðir Eftir viðræður síðustu daga á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um framtíð stöðugleikasáttmálans sendu forsætis- og fjármálaráðherra frá sér yfirlýsingu í gær um framgang málsins. Kemur þar fram þung áhersla stjórnvalda á að samstarfið haldi áfram á þeim forsendum sem samdist um í júní síðastliðinn. Gerð sáttmálans hafi verið sögulegt skref og sameiginlegur áfangi til að hefja endurreisn efnahagslífsins og auka tiltrú þjóðarinnar á framtíðina. 29.10.2009 04:15
Flytur til Utah ef ekki fást peningar Oddur Helgason, sem á og rekur ORG ættfræðiþjónustuna, segir fyrirtækið standa á fjárhagslegum brauðfótum. Ef ekki komi til aðgerða af hálfu hins opinbera neyðist hann til að flytja starfsemina úr landi. Góðviljaðir menn í Utah-ríki í Bandaríkjunum hafi boðist til að styðja við bakið á honum flytjist hann þangað. 29.10.2009 04:15
Vinnubrögð stjórnarinnar forkastanleg Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er ákaflega ósáttur við yfirlýsingu um framgang stöðugleikasáttmálans. Á það bæði við um innihald hennar og hvernig var staðið að því að setja hana fram. „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð,“ segir Gylfi. 29.10.2009 04:00
Fái 110 milljónir króna fyrir vegstæði Einkahlutafélagið Bleiksstaðir á að fá greiddar rúmar 110 milljónir króna frá Vegagerð ríkisins samkvæmt niðurstöðu Matsnefndar eignarnámsbóta. Greiðsluna á Vegagerðin að inna af hendi fyrir 4,4 hektara lands með Vesturlandsvegi í landi Blikastaða milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Hluta landræmunnar sem um ræðir tók Vegagerðin til handargagns þegar á árinu 1976 en þurfti breiðari spildu vegna breikkunar sem gerð var á Vesturlandsvegi á árunum 2005 og 2006. 29.10.2009 04:00
Ísland háð AGS hálfu ári lengur en til stóð Önnur endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands var samþykkt í stjórn AGS í gær, eftir átta mánaða töf. 100 milljarðar berast frá AGS og Norðurlöndunum á næstunni. Vonast er til að nú verði hægt að lækka vexti og slaka á gjaldeyrishöftum. 29.10.2009 03:45
Gengi krónunnar verður ekki handstýrt Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að afborgarnir erlendra lána verði greiddar með þeim lánum sem fást í kjölfar endurskoðunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag ef þörf kröfur. Hann segir að gengi krónunnar verði ekki handstýrt með inngripum á gjaldeyrismarkaði. Þetta kom fram í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. 28.10.2009 22:10
Kviknaði í eldavél Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á níunda tímanum í kvöld að raðhúsi við Tunguveg í Reykjavík eftir að tilkynning barst um mikinn reyk lægi frá íbúð í raðhúsalengjunni. 28.10.2009 21:14