Innlent

Flóknum tölfræðiútreikningum ætlað að sanna sekt í smyglmáli

Doktor í afbrotafræðum var kallaður til í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en flóknir tölfræðiútreikningar eru á meðal þess sem eiga að sanna sekt Gunnars Viðars Árnasonar sem sagður er hafa flutt inn sex kíló af amfetamíni með hraðsendingu.

Gunnar Viðar er einn ákærður fyrir innflutninginn á amfetamíninu sem er með því sterkara sem náðst hefur hér á landi. Á meðan málið var til rannsóknar voru margir einstaklingar sem eiga þunga fíkniefnadóma á bakinu grunaðir um tengjast því en Gunnar Viðar situr hins vegar einn í súpunni með ákæruna og á von á magra ára fangelsisdómi verði hann fundinn sekur.

Hann neitar sök og segist ekki vera eigandi að síma sem er lykilsönnunargagn í málinu. Lögreglan hleraði umræddan síma í nokkur skipti og hljóðritaði samtöl þar sem smyglið virðist hafa verið undirbúið.

Til að sanna að Gunnar hafi verið eigandi símans og sé sá sem heyrðist skipuleggja smyglið í hlerunum hefur lögregla kallað til doktor í afbrotafræðum sem hefur reiknað út líkurnar á því að einhver annar en Gunnar gæti verið eigandi símans.

Þetta reiknar doktorinn út með því að bera saman notkun á smyglsímanum annars vegar og svo símanum hans Gunnars hins vegar. Niðurstaða doktorsins er að 99.9 prósenta líkur séu á því Gunnar Viðar tengist símanum sem notaður var til að skipuleggja smyglið. Sama aðferð var notuð í máli Þorsteins Kraghs fyrri skömmu og átti þá stóran þátt í að hann var sakfellur og fékk átta ára fangelsi fyrir umfangsmikið smygl í fyrra.




Tengdar fréttir

Neitar að vera á upptökunum

Aðalmeðferð í máli Ríkissaksóknara gegn Gunnar Viðari Árnasyni hófst í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Gunnar er ákærður fyrir að hafa staðið fyrir og skipulagt smygl á sex kílóum af amfetamíni sem send voru til landsins með hraðsendingu. Andri Ólafsson var í héraðsdómi Reykjaness í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×