Innlent

DV breytir útgáfudögum sínum

Reynir Traustason er ritstjóri DV. Mynd/ Vilhelm.
Reynir Traustason er ritstjóri DV. Mynd/ Vilhelm.
DV mun framvegis koma út á mánudögum í stað þriðjudaga. Í tilkynningu frá Birtingi, útgáfufélagi DV, kemur fram að eftir sem áður komi blaðið út þrjá daga vikunnar; á mánudögum, miðvikudögum auk þess sem veglegt helgarblað kemur út á föstudögum.

Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að tilgangur þessara breytinga sé að auka þjónustu við lesendur blaðsins og færa þeim fréttir helgarinnar á mánudögum. Samhliða þessari tilfærslu verði blaðið stækkað og verði að lágmarki 32 síður. Íþróttaumfjöllun verði aukin og áhersla lögð á fjölbreytt efnistök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×