Fleiri fréttir Ánægður með niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins Hermann Jónasson, forstjóri Tals, er afar ánægður með þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að sekta fjarskiptafyrirtækið Teymi, eiganda Vodafone, um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sem áttu sér stað á árinu 2008. Fyrirtækinu er jafnframt gert að selja eignarhlut sinn Tali. 3.7.2009 14:24 Pétur Blöndal: Las Jóhanna samninginn? Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði stjórnarþingmenn hvort þeir hefðu yfir höfuð lesið Icesave samninginn áður en þeir gáfu ríkisstjórninni heimild til að undirrita hann. Þá efaðist hann um að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði lesið hann. 3.7.2009 14:20 Parísarklúbburinn skárri en AGS? „Ég veit ekki betur en að skilmálar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart okkur séu mjög áþekkir því ef við hefðum farið í Parísarklúbbinn, nema hvað, við þurfum að greiða allt upp í topp," sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, í umræðum um ríkisábyrgð á Icesave samningunum. 3.7.2009 13:56 Eygló: Steingrímur skýlir sig á bak við samkeppnislög Þingmaður Framsóknarflokksins telur að fjármálaráðherra skýli sér á bak við samkeppnislög þegar hann neiti að upplýsa um verðmat á verðtryggðum og gengistryggðum lánum nýju bankanna. „Fjármálaráðherra virðist telja að þetta séu upplýsingar sem komi almenning ekki við.“ 3.7.2009 13:41 Friðrik Sophusson hættir sem forstjóri Landsvirkjunar Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur ákveðið að láta af störfum í haust. Hann hefur gegnt starfinu í rúm 10 ár. Friðrik var endurrráðinn síðastliðið haust, en þá hafði hann ákveðið að segja starfi sínu lausu. 3.7.2009 13:08 Fólk hvatt til að leggja tímanlega af stað Búast má við mikilli umferð um landið í dag þegar ein mesta ferðahelgi sumarsins gengur í garð. Umferðarstofa hvetur fólk til að leggja fyrr af stað hafi það kost á því. 3.7.2009 13:00 Fékk 29 milljónir fyrir höfuðhögg Myllan ehf. var í dag dæmd til að greiða fyrrum starfsmanni sínum tæpar 29 milljónir með vöxtum vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir í október 2005. Fyrirtækið var á slysdeginum að vinna við lagningu háspennuvírs við Reyðarfjörð þegar planki sem stóð út úr einu vírkeflinu slóst harkalega í höfuð mannsins með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þriðjung tjónsins bar maðurinn sjálfur, því hann bar ekki öryggishjálm við verkið. 3.7.2009 12:54 Þungt haldinn í öndunarvél Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu í Vopnafirði í gær er þungt haldinn á gjörgæslu. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi segir að manninum sé haldið sofandi í öndunarvél. Einn maður lést í slysinu en Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú málið. 3.7.2009 12:20 Skúli Helga: Skýr vilji til að draga úr launakostnaði „Menn hafa í sjálfu sér ekki sest niður og brugðist við þessum tíðindum," segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar. Í vikunni kom fram að meira en 400 ríkisstarfsmenn eru með hærri laun en forsætisráðherra, það er 935.000 krónur á mánuði. Þar af eru 340 heilbrigðisstarfsmenn. 3.7.2009 11:51 Orkan ódýrust Vísir kannaði algengasta bensínverð í sjálfsafgreiðslu hjá öllum helstu olíufélögum landsins, enda ein stærsta ferðahelgi landsins framundan og margir sem þurfa að fylla á tankinn. 3.7.2009 10:43 Þrjár þingnefndir fjalla um Icesave Formaður fjárlaganefndar vonar að fyrstu umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins ljúki síðar í dag og að nefndin fái frumvarpið í kjölfarið til umfjöllunar. Hann segir að fjárlaganefnd muni hafa yfirumsjón með vinnunni en ákveðnir hlutar frumvarpsins fari inn í utanríkismálanefnd og efnahags- og skattanefnd. 3.7.2009 10:38 Dorrit stefnt fyrir dómstól í London af nágranna sínum Forsetafrúnni Dorrit Moussaieff var stefnt fyrir dómstól í London af næsta nágranna sínum í borginni innanhúshönnuðinum Tiggy Butler. 3.7.2009 10:26 Þingmenn ræða Icesave áfram Þingmenn ræddu frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins langt fram á kvöld í gær og var þingfundi slitið klukkan rúmlega hálf ellefu. Fjárlaganefnd fær frumvarpið væntanlega til umfjöllunar síðar í dag að loknum umræðum í þingsal. 3.7.2009 09:51 Eldur í plastverksmiðju í Ölfusi Eldur kom upp í plastverksmiðju í Ölfusi í gærkvöldi. Slökkvilið og lögregla voru kölluð á staðinn en starfsmenn verksmiðjunnar voru að mestu leyti búnir að slökkva eldinn þegar komið var á vettvang. 3.7.2009 07:09 Brotist inn í Grensáskirkju Þrjú innbrot áttu sér stað í Reykjavík í nótt. Farið var inn í kjallara Grensáskirkju, en að sögn lögreglu er ekki vitað hvort einhverju hafi verið stolið. 3.7.2009 07:05 Maður látinn eftir að vél var flogið á línu við Selá Einn maður er látinn og annar lífshættulega slasaður eftir að fjögurra sæta Cessna-vél flaug á raflínur rétt við veiðihúsið Hvammsgerði við Selá í Vopnafirði. 3.7.2009 06:00 Tvöföldun Vesturlandsvegar brýnni en Vaðlaheiði „Það er mjög bagalegt fyrir umferðaröryggi ef fresta á aðgerðum á Suður- og Vesturlandsvegi," segir Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa (RNU). 3.7.2009 04:45 Veiðidögum fækkað í fimm Veiðitímabil lunda í Vestmannaeyjum verður aðeins fimm dagar í sumar og hefur verið stytt úr 55 dögum. Ákvörðunin er tekin í ljósi válegrar stöðu lundastofnsins. Þetta er samkomulag á milli Vestmannaeyjabæjar, Náttúrustofu Suðurlands og Félags bjargveiðimanna í Eyjum vegna nytja og rannsókna á lunda fyrir veiðitímabilið 2009. 3.7.2009 04:15 Mikil reiði meðal starfsmanna Rúmlega 100 starfsmenn SPRON, sem eru á uppsagnarfresti, fengu ekki laun sín greidd 1. júlí. Gera átti upp laun og orlof starfsmanna á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Mikil reiði er meðal starfsmanna, segir Ólafur Már Svavarsson, fyrrverandi formaður starfsmannafélags SPRON. 3.7.2009 04:15 Unglingar fegra umhverfið Borgarráð hefur samþykkt tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra um að úthluta fimmtán milljónum króna úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til skógræktarverkefna á vegum Skógræktarfélags Íslands. Styrkveitingin miðar að því að veita ungu atvinnulausu fólki vinnu við umhverfisvænt verkefni sem stuðlar að fegrun útivistarsvæða borgarinnar. 3.7.2009 03:45 Hlaut fyrir þróun umgjarða Gunnar Gunnarsson, sjóntækjafræðingur og hönnuður hjá Reykjavík Eyes, hlaut evrópsku Red Dot Design-verðlaunin í Essen í Þýskalandi á mánudag. Verðlaunin hlaut hann fyrir hönnun og þróun gleraugnaumgjarða. 3.7.2009 03:15 Foreldrar hlynntir styttingu skólaársins Ný skoðanakönnun Heimilis og skóla bendir til að meirihluti foreldra grunnskólabarna sé hlynntur því að skólaárið verði stytt sem bráðabirgðalausn á fjárhagsvanda sveitarfélaganna. 3.7.2009 03:00 Umræða um nefndir sé röng Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur segir misskilnings gæta varðandi umræður um samninganefndir Breta og Hollendinga í Icesave-málum. Í þeim hafi setið embættismenn úr fjármálaráðuneytum landanna. 3.7.2009 02:30 Maður lést í flugslysi Einn maður lést í flugslysi þegar Cessna-flugvél hrapaði skammt frá Vopnafirði í dag. Annar maður sem var um borð í flugvélinni var fluttur lífshættulega slasaður með sjúkraflugi til Reykjavíkur. 2.7.2009 22:53 Vélin átti að lenda á Tungubökkum klukkan sex síðdegis Flugvélin sem brotlendi skammt frá Selá í Vopnafirði átti að lenda á Tungubökkum í Mosfellsbæ klukkan sex í kvöld. Vélin fór frá Vopnafirði klukkan fjögur síðdegis en tuttugu mínútum síðar barst Flugstjórn tilkynning frá Neyðarlínu. Staðurinn sem flugvélin brotlenti á er um þrettán kílómetra frá Vopnafirði 2.7.2009 17:49 Líf ríkisstjórnarinnar ræðst af Icesave Ríkisstjórnin er sprungin og stjórnarkreppa blasir við verði Icesave-frumvarpið fellt á Alþingi. Þá er líklegt að þing verði rofið og boðað til kosninga. Málið veltur á nokkrum þingmönnum Vinstri grænna en líklegt er að flokkurinn klofni nái málið ekki fram að ganga. 2.7.2009 19:51 Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu. 2.7.2009 17:05 Umboðsmaður Alþingis: Ákæruvaldið braut á ökufanti Umboðsmaður Alþingis álítur að brotið hafi verið á ökumanni sem handtekinn var fyrir rúmri viku eftir að hafa keyrt á slökkvistöðina í Skógarhlíð og nærstaddar bifreiðar. 2.7.2009 16:42 Arnarnesræningjarnir dæmdir Tveir menn, þeir Kristján Víðir Kristjánsson og Hlynur Ingi Bragason, voru í dag dæmdir í fangelsi fyrir að ráðast inn á eldri hjón á Arnarnesi í apríl, svipta þau frelsi og ræna þau. Laufey Jóhanna Sigurpálsdóttir var einnig dæmd fyrir aðkomu sína að ráninu, auk stúlku sem er barnabarn hjónanna. 2.7.2009 16:08 Ögmundur: Afstaða mín ræðst af framvindu málsins í þinginu „Ég ætla að láta mína afstöðu ráðast á framvindu málsins í þinginu," sagði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, í umræðum um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins á Alþingi í dag. Hann sagði að þjóðin verði með siðferðislega timburmenn í 300 ár ef Íslendingum tekst ekki að leiða hið sanna og rétt í ljós og finna peninga sem skotið var undan. Ögmundur hefur áður, líkt og nokkrir þingmenn Vinstri grænna, lýst yfir efasemdum með samkomulagið. 2.7.2009 15:38 Borgin styrkir skógræktarverkefni til að veita ungmennum störf Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, um að úthluta 15 milljónum króna úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til skógræktarverkefna á vegum Skógræktarfélags Íslands í Heiðmörk og Esjuhlíðum. 2.7.2009 16:50 Össur hjálpar fórnarlömbum jarðskjálfta Össur hf. hefur skrifað undir samning við kínversku góðgerðarsamtökin Stand Tall og mun sjá fórnarlömbum Sichuan-jarðskjálftans, sem skók Kína fyrir rúmu ári, fyrir stoðtækjum. Samningurinn var undirritaður að viðstöddum sendiherra Íslands í Kína, að því er fram kemur í tilkynningu frá Össuri. 2.7.2009 14:59 Mikilvægt skref til að tryggja rekstur Egilshallar Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag þjónustu- og afnotasamning við nýja Landsbankann um Egilshöll í Grafarvogi. Í samningnum er gert ráð fyrir að til vors 2010 muni íþróttaaðstaðan í Egilshöll verða nýtt meira en verið hefur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, segir þetta mikilvægt skref í átt að því að tryggja rekstur Egilshallar. 2.7.2009 14:44 Þjófar sækja í reiðhjól Talsvert hefur borið á því að reiðhjólum sé stolið á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana, að sögn lögreglu. Þrjár slíkar tilkynningar bárust í gær og fimm í fyrradag. 2.7.2009 14:35 Sigmundur Davíð: Íslenska þjóðin eins og kúguð fjölskylda Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi sem fyrr Icesave samninginn harðlega í þinginu í dag. 2.7.2009 14:31 Samningurinn samþykktur í bæjarráði Reykjanesbæjar Samningur Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy um kaup og sölu á hlutum í HS Orku og HS Veitu var samþykktur af meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarráði Reykjanesbæjar í morgun. Samningurinn verður innan skamms lagður fyrir bæjarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. 2.7.2009 14:19 Dæmi um að menn fari yfir 800 kg í strandveiðunum Fiskistofa hefur séð ástæðu til þess að árétta það að þeim sem stunda strandveiðar er eingöngu heimilt að draga 800 kg af óslægðum kvótabundnum afla í hverri veiðiferð. Nokkur brögð hafa verið að því að menn séu að koma að landi með umframafla sem nemur tugum kílóa. 2.7.2009 14:13 Handtekinn heima hjá sér með fíkniefni og afsagaða haglabyssu Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á heimili sínu sínu í Vogahverfi í Reykjavík í morgun en við húsleit fundust fíkniefni og afsöguð haglabyssa. Um var að ræða 40 grömm af marijúana, amfetamín í neysluskömmtum og 30 kannabisplöntur. 2.7.2009 14:01 Ráðherrar seinir í seinni hluta Icesave umræðna Þegar umræður um ríkisábyrgð á Icesave hófust eftir fundarhlé klukkan 13:30 voru hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra viðstaddur. Kvað hver stjórnarandstæðingurinn sér hljóðs á fætur öðrum og krafðist þess að ráðherrarnir sýndu umræðunni þá lágmarksvirðingu að vera viðstaddir hana. 2.7.2009 13:43 Starfshópur um endurskoðað fiskveiðistjórnunarkerfi skipaður Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur með vísan til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða skipað starfshóp til þess að endurskoða fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarinnar. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður starfshópsins. 2.7.2009 13:29 Klefadjamm á Litla-hrauni Fangi á Litla-hrauni var í dag dæmdur til 60 þúsund króna sektar fyrir vörslu fíkniefna í klefa sínum. Hann var gripin með e-pilluduft í hendi sér, en neitaði þó að eiga efnið. 2.7.2009 13:24 Össur: Sjálfstæðismenn eru skræfur „Sjálfstæðismenn eru slíkar skræfur að þeir þola ekki að aðkoma þeirra að málinu sé rifjuð upp,“ sagði utanríkisráðherra í umræðum um ríkisábyrgð vegna Ícesave-samkomulagið á Alþingi í dag. Rök ráðherrans í málinu er samfelldur brandari, að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. 2.7.2009 13:20 Orra dæmd 300 þúsund frá 365-miðlum Orra Haukssyni voru dæmdar 300 þúsund króna skaðabætur frá 365-miðlum ehf. í héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna ummæla sem birtust um hann í DV þann 29. september 2006. DV var þá í eigu 365-miðla. Auk þess voru ummæli um einkalíf Orra dæmd dauð og ómerk. 2.7.2009 12:22 Atli Gíslason: Kannski betra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti Geti Íslendingar ekki staðið undir erlendum skuldbindingum blasir við þjóðargjaldþrot. Þetta er mat stjórnarþingmannsins Atla Gíslasonar. Hann segist ekki munu samþykkja Icesave samninginn reynist það rétt að erlendar skuldir nemi 250 prósentum af landsframleiðslu. 2.7.2009 12:13 Málningu slett á hús Hannesar og Björgólfs Rauðri málningu var slett á heimili þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Hannesar Smárasonar í nótt eða í morgun. Heimili þeirra eru við Vesturbrún annars vegar og Fjölnisveg hinsvegar. Þegar myndatökumann fréttastofu bar að garði var verið að þrífa málninguna af húsunum. Að sögn lögreglu er ekki vitað hverjir standi á bakvið sletturnar og er málið því í rannsókn. 2.7.2009 12:03 Sjá næstu 50 fréttir
Ánægður með niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins Hermann Jónasson, forstjóri Tals, er afar ánægður með þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að sekta fjarskiptafyrirtækið Teymi, eiganda Vodafone, um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sem áttu sér stað á árinu 2008. Fyrirtækinu er jafnframt gert að selja eignarhlut sinn Tali. 3.7.2009 14:24
Pétur Blöndal: Las Jóhanna samninginn? Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði stjórnarþingmenn hvort þeir hefðu yfir höfuð lesið Icesave samninginn áður en þeir gáfu ríkisstjórninni heimild til að undirrita hann. Þá efaðist hann um að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði lesið hann. 3.7.2009 14:20
Parísarklúbburinn skárri en AGS? „Ég veit ekki betur en að skilmálar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart okkur séu mjög áþekkir því ef við hefðum farið í Parísarklúbbinn, nema hvað, við þurfum að greiða allt upp í topp," sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, í umræðum um ríkisábyrgð á Icesave samningunum. 3.7.2009 13:56
Eygló: Steingrímur skýlir sig á bak við samkeppnislög Þingmaður Framsóknarflokksins telur að fjármálaráðherra skýli sér á bak við samkeppnislög þegar hann neiti að upplýsa um verðmat á verðtryggðum og gengistryggðum lánum nýju bankanna. „Fjármálaráðherra virðist telja að þetta séu upplýsingar sem komi almenning ekki við.“ 3.7.2009 13:41
Friðrik Sophusson hættir sem forstjóri Landsvirkjunar Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur ákveðið að láta af störfum í haust. Hann hefur gegnt starfinu í rúm 10 ár. Friðrik var endurrráðinn síðastliðið haust, en þá hafði hann ákveðið að segja starfi sínu lausu. 3.7.2009 13:08
Fólk hvatt til að leggja tímanlega af stað Búast má við mikilli umferð um landið í dag þegar ein mesta ferðahelgi sumarsins gengur í garð. Umferðarstofa hvetur fólk til að leggja fyrr af stað hafi það kost á því. 3.7.2009 13:00
Fékk 29 milljónir fyrir höfuðhögg Myllan ehf. var í dag dæmd til að greiða fyrrum starfsmanni sínum tæpar 29 milljónir með vöxtum vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir í október 2005. Fyrirtækið var á slysdeginum að vinna við lagningu háspennuvírs við Reyðarfjörð þegar planki sem stóð út úr einu vírkeflinu slóst harkalega í höfuð mannsins með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þriðjung tjónsins bar maðurinn sjálfur, því hann bar ekki öryggishjálm við verkið. 3.7.2009 12:54
Þungt haldinn í öndunarvél Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu í Vopnafirði í gær er þungt haldinn á gjörgæslu. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi segir að manninum sé haldið sofandi í öndunarvél. Einn maður lést í slysinu en Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú málið. 3.7.2009 12:20
Skúli Helga: Skýr vilji til að draga úr launakostnaði „Menn hafa í sjálfu sér ekki sest niður og brugðist við þessum tíðindum," segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar. Í vikunni kom fram að meira en 400 ríkisstarfsmenn eru með hærri laun en forsætisráðherra, það er 935.000 krónur á mánuði. Þar af eru 340 heilbrigðisstarfsmenn. 3.7.2009 11:51
Orkan ódýrust Vísir kannaði algengasta bensínverð í sjálfsafgreiðslu hjá öllum helstu olíufélögum landsins, enda ein stærsta ferðahelgi landsins framundan og margir sem þurfa að fylla á tankinn. 3.7.2009 10:43
Þrjár þingnefndir fjalla um Icesave Formaður fjárlaganefndar vonar að fyrstu umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins ljúki síðar í dag og að nefndin fái frumvarpið í kjölfarið til umfjöllunar. Hann segir að fjárlaganefnd muni hafa yfirumsjón með vinnunni en ákveðnir hlutar frumvarpsins fari inn í utanríkismálanefnd og efnahags- og skattanefnd. 3.7.2009 10:38
Dorrit stefnt fyrir dómstól í London af nágranna sínum Forsetafrúnni Dorrit Moussaieff var stefnt fyrir dómstól í London af næsta nágranna sínum í borginni innanhúshönnuðinum Tiggy Butler. 3.7.2009 10:26
Þingmenn ræða Icesave áfram Þingmenn ræddu frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins langt fram á kvöld í gær og var þingfundi slitið klukkan rúmlega hálf ellefu. Fjárlaganefnd fær frumvarpið væntanlega til umfjöllunar síðar í dag að loknum umræðum í þingsal. 3.7.2009 09:51
Eldur í plastverksmiðju í Ölfusi Eldur kom upp í plastverksmiðju í Ölfusi í gærkvöldi. Slökkvilið og lögregla voru kölluð á staðinn en starfsmenn verksmiðjunnar voru að mestu leyti búnir að slökkva eldinn þegar komið var á vettvang. 3.7.2009 07:09
Brotist inn í Grensáskirkju Þrjú innbrot áttu sér stað í Reykjavík í nótt. Farið var inn í kjallara Grensáskirkju, en að sögn lögreglu er ekki vitað hvort einhverju hafi verið stolið. 3.7.2009 07:05
Maður látinn eftir að vél var flogið á línu við Selá Einn maður er látinn og annar lífshættulega slasaður eftir að fjögurra sæta Cessna-vél flaug á raflínur rétt við veiðihúsið Hvammsgerði við Selá í Vopnafirði. 3.7.2009 06:00
Tvöföldun Vesturlandsvegar brýnni en Vaðlaheiði „Það er mjög bagalegt fyrir umferðaröryggi ef fresta á aðgerðum á Suður- og Vesturlandsvegi," segir Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa (RNU). 3.7.2009 04:45
Veiðidögum fækkað í fimm Veiðitímabil lunda í Vestmannaeyjum verður aðeins fimm dagar í sumar og hefur verið stytt úr 55 dögum. Ákvörðunin er tekin í ljósi válegrar stöðu lundastofnsins. Þetta er samkomulag á milli Vestmannaeyjabæjar, Náttúrustofu Suðurlands og Félags bjargveiðimanna í Eyjum vegna nytja og rannsókna á lunda fyrir veiðitímabilið 2009. 3.7.2009 04:15
Mikil reiði meðal starfsmanna Rúmlega 100 starfsmenn SPRON, sem eru á uppsagnarfresti, fengu ekki laun sín greidd 1. júlí. Gera átti upp laun og orlof starfsmanna á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Mikil reiði er meðal starfsmanna, segir Ólafur Már Svavarsson, fyrrverandi formaður starfsmannafélags SPRON. 3.7.2009 04:15
Unglingar fegra umhverfið Borgarráð hefur samþykkt tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra um að úthluta fimmtán milljónum króna úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til skógræktarverkefna á vegum Skógræktarfélags Íslands. Styrkveitingin miðar að því að veita ungu atvinnulausu fólki vinnu við umhverfisvænt verkefni sem stuðlar að fegrun útivistarsvæða borgarinnar. 3.7.2009 03:45
Hlaut fyrir þróun umgjarða Gunnar Gunnarsson, sjóntækjafræðingur og hönnuður hjá Reykjavík Eyes, hlaut evrópsku Red Dot Design-verðlaunin í Essen í Þýskalandi á mánudag. Verðlaunin hlaut hann fyrir hönnun og þróun gleraugnaumgjarða. 3.7.2009 03:15
Foreldrar hlynntir styttingu skólaársins Ný skoðanakönnun Heimilis og skóla bendir til að meirihluti foreldra grunnskólabarna sé hlynntur því að skólaárið verði stytt sem bráðabirgðalausn á fjárhagsvanda sveitarfélaganna. 3.7.2009 03:00
Umræða um nefndir sé röng Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur segir misskilnings gæta varðandi umræður um samninganefndir Breta og Hollendinga í Icesave-málum. Í þeim hafi setið embættismenn úr fjármálaráðuneytum landanna. 3.7.2009 02:30
Maður lést í flugslysi Einn maður lést í flugslysi þegar Cessna-flugvél hrapaði skammt frá Vopnafirði í dag. Annar maður sem var um borð í flugvélinni var fluttur lífshættulega slasaður með sjúkraflugi til Reykjavíkur. 2.7.2009 22:53
Vélin átti að lenda á Tungubökkum klukkan sex síðdegis Flugvélin sem brotlendi skammt frá Selá í Vopnafirði átti að lenda á Tungubökkum í Mosfellsbæ klukkan sex í kvöld. Vélin fór frá Vopnafirði klukkan fjögur síðdegis en tuttugu mínútum síðar barst Flugstjórn tilkynning frá Neyðarlínu. Staðurinn sem flugvélin brotlenti á er um þrettán kílómetra frá Vopnafirði 2.7.2009 17:49
Líf ríkisstjórnarinnar ræðst af Icesave Ríkisstjórnin er sprungin og stjórnarkreppa blasir við verði Icesave-frumvarpið fellt á Alþingi. Þá er líklegt að þing verði rofið og boðað til kosninga. Málið veltur á nokkrum þingmönnum Vinstri grænna en líklegt er að flokkurinn klofni nái málið ekki fram að ganga. 2.7.2009 19:51
Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu. 2.7.2009 17:05
Umboðsmaður Alþingis: Ákæruvaldið braut á ökufanti Umboðsmaður Alþingis álítur að brotið hafi verið á ökumanni sem handtekinn var fyrir rúmri viku eftir að hafa keyrt á slökkvistöðina í Skógarhlíð og nærstaddar bifreiðar. 2.7.2009 16:42
Arnarnesræningjarnir dæmdir Tveir menn, þeir Kristján Víðir Kristjánsson og Hlynur Ingi Bragason, voru í dag dæmdir í fangelsi fyrir að ráðast inn á eldri hjón á Arnarnesi í apríl, svipta þau frelsi og ræna þau. Laufey Jóhanna Sigurpálsdóttir var einnig dæmd fyrir aðkomu sína að ráninu, auk stúlku sem er barnabarn hjónanna. 2.7.2009 16:08
Ögmundur: Afstaða mín ræðst af framvindu málsins í þinginu „Ég ætla að láta mína afstöðu ráðast á framvindu málsins í þinginu," sagði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, í umræðum um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins á Alþingi í dag. Hann sagði að þjóðin verði með siðferðislega timburmenn í 300 ár ef Íslendingum tekst ekki að leiða hið sanna og rétt í ljós og finna peninga sem skotið var undan. Ögmundur hefur áður, líkt og nokkrir þingmenn Vinstri grænna, lýst yfir efasemdum með samkomulagið. 2.7.2009 15:38
Borgin styrkir skógræktarverkefni til að veita ungmennum störf Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, um að úthluta 15 milljónum króna úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til skógræktarverkefna á vegum Skógræktarfélags Íslands í Heiðmörk og Esjuhlíðum. 2.7.2009 16:50
Össur hjálpar fórnarlömbum jarðskjálfta Össur hf. hefur skrifað undir samning við kínversku góðgerðarsamtökin Stand Tall og mun sjá fórnarlömbum Sichuan-jarðskjálftans, sem skók Kína fyrir rúmu ári, fyrir stoðtækjum. Samningurinn var undirritaður að viðstöddum sendiherra Íslands í Kína, að því er fram kemur í tilkynningu frá Össuri. 2.7.2009 14:59
Mikilvægt skref til að tryggja rekstur Egilshallar Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag þjónustu- og afnotasamning við nýja Landsbankann um Egilshöll í Grafarvogi. Í samningnum er gert ráð fyrir að til vors 2010 muni íþróttaaðstaðan í Egilshöll verða nýtt meira en verið hefur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, segir þetta mikilvægt skref í átt að því að tryggja rekstur Egilshallar. 2.7.2009 14:44
Þjófar sækja í reiðhjól Talsvert hefur borið á því að reiðhjólum sé stolið á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana, að sögn lögreglu. Þrjár slíkar tilkynningar bárust í gær og fimm í fyrradag. 2.7.2009 14:35
Sigmundur Davíð: Íslenska þjóðin eins og kúguð fjölskylda Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi sem fyrr Icesave samninginn harðlega í þinginu í dag. 2.7.2009 14:31
Samningurinn samþykktur í bæjarráði Reykjanesbæjar Samningur Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy um kaup og sölu á hlutum í HS Orku og HS Veitu var samþykktur af meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarráði Reykjanesbæjar í morgun. Samningurinn verður innan skamms lagður fyrir bæjarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. 2.7.2009 14:19
Dæmi um að menn fari yfir 800 kg í strandveiðunum Fiskistofa hefur séð ástæðu til þess að árétta það að þeim sem stunda strandveiðar er eingöngu heimilt að draga 800 kg af óslægðum kvótabundnum afla í hverri veiðiferð. Nokkur brögð hafa verið að því að menn séu að koma að landi með umframafla sem nemur tugum kílóa. 2.7.2009 14:13
Handtekinn heima hjá sér með fíkniefni og afsagaða haglabyssu Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á heimili sínu sínu í Vogahverfi í Reykjavík í morgun en við húsleit fundust fíkniefni og afsöguð haglabyssa. Um var að ræða 40 grömm af marijúana, amfetamín í neysluskömmtum og 30 kannabisplöntur. 2.7.2009 14:01
Ráðherrar seinir í seinni hluta Icesave umræðna Þegar umræður um ríkisábyrgð á Icesave hófust eftir fundarhlé klukkan 13:30 voru hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra viðstaddur. Kvað hver stjórnarandstæðingurinn sér hljóðs á fætur öðrum og krafðist þess að ráðherrarnir sýndu umræðunni þá lágmarksvirðingu að vera viðstaddir hana. 2.7.2009 13:43
Starfshópur um endurskoðað fiskveiðistjórnunarkerfi skipaður Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur með vísan til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða skipað starfshóp til þess að endurskoða fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarinnar. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður starfshópsins. 2.7.2009 13:29
Klefadjamm á Litla-hrauni Fangi á Litla-hrauni var í dag dæmdur til 60 þúsund króna sektar fyrir vörslu fíkniefna í klefa sínum. Hann var gripin með e-pilluduft í hendi sér, en neitaði þó að eiga efnið. 2.7.2009 13:24
Össur: Sjálfstæðismenn eru skræfur „Sjálfstæðismenn eru slíkar skræfur að þeir þola ekki að aðkoma þeirra að málinu sé rifjuð upp,“ sagði utanríkisráðherra í umræðum um ríkisábyrgð vegna Ícesave-samkomulagið á Alþingi í dag. Rök ráðherrans í málinu er samfelldur brandari, að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. 2.7.2009 13:20
Orra dæmd 300 þúsund frá 365-miðlum Orra Haukssyni voru dæmdar 300 þúsund króna skaðabætur frá 365-miðlum ehf. í héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna ummæla sem birtust um hann í DV þann 29. september 2006. DV var þá í eigu 365-miðla. Auk þess voru ummæli um einkalíf Orra dæmd dauð og ómerk. 2.7.2009 12:22
Atli Gíslason: Kannski betra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti Geti Íslendingar ekki staðið undir erlendum skuldbindingum blasir við þjóðargjaldþrot. Þetta er mat stjórnarþingmannsins Atla Gíslasonar. Hann segist ekki munu samþykkja Icesave samninginn reynist það rétt að erlendar skuldir nemi 250 prósentum af landsframleiðslu. 2.7.2009 12:13
Málningu slett á hús Hannesar og Björgólfs Rauðri málningu var slett á heimili þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Hannesar Smárasonar í nótt eða í morgun. Heimili þeirra eru við Vesturbrún annars vegar og Fjölnisveg hinsvegar. Þegar myndatökumann fréttastofu bar að garði var verið að þrífa málninguna af húsunum. Að sögn lögreglu er ekki vitað hverjir standi á bakvið sletturnar og er málið því í rannsókn. 2.7.2009 12:03