Innlent

Hlaut fyrir þróun umgjarða

Gunnar Gunnarsson tekur við Red Dot Design-verðlaununum á mánudag.
Gunnar Gunnarsson tekur við Red Dot Design-verðlaununum á mánudag.

Gunnar Gunnarsson, sjóntækjafræðingur og hönnuður hjá Reykjavík Eyes, hlaut evrópsku Red Dot Design-verðlaunin í Essen í Þýskalandi á mánudag. Verðlaunin hlaut hann fyrir hönnun og þróun gleraugnaumgjarða.

„Það er alltaf gaman að fá verðlaun því þau eru viðurkenning á því að maður sé að gera eitthvað af viti,“ segir Gunnar.

„Þetta eru afar eftirsótt verðlaun og ég get ekki verið annað en ánægður með að hreppa þau í ár,“ segir Gunnar. Í vor hlaut Gunnar Universal Design-verðlaunin fyrir þá tækni sem liggur að baki umgjörðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×