Innlent

Friðrik Sophusson hættir sem forstjóri Landsvirkjunar

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar.
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Mynd/Stefán

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur ákveðið að láta af störfum í haust. Hann hefur gegnt starfinu í rúm 10 ár. Friðrik var endurrráðinn síðastliðið haust, eftir að hann ákvað að segja starfi sínu lausu.

„Á þeim tímapunkti var hins vegar einróma álit stjórnar Landsvirkjunar að skipta ekki um forstjóra þar sem mikil óvissa ríkti í efnahagslífi þjóðarinnar," segir Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Landsvirkjunar í samtali við Vísi.

Samningurinn sem gerður var við Friðrik í haust var opinn til allt að tveggja ára og því var samningurinn uppsegjanlegur hvenær sem er á tímabilinu.

„Það hefur verið mikil ánægja með störf Friðriks innan stjórnarinnar. Við erum ekki með neina einstaklinga í sigtinu sem væntanlega arftaka en eigum ekki von á öðru en að fá umsóknir frá mjög hæfum einstaklingum,“ sagði Bryndís ennfremur.

Ekki náðist í Friðrik Sophusson við vinnslu fréttarinnar.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×