Innlent

Orkan ódýrust

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Fyll'ann, takk!
Fyll'ann, takk! Mynd/Rósa

Vísir kannaði algengasta bensínverð í sjálfsafgreiðslu hjá öllum helstu olíufélögum landsins, enda ein stærsta ferðahelgi landsins framundan og margir sem þurfa að fylla á tankinn.

Bensínstöðvar Orkunnar bjóða að jafnaði lægsta verð á bæði bensíni og dísel, eða 175,2 krónur á bensínlítrann og 178,1 krónu á dísellítrann. Bæði ÓB og Atlantsolía bjóða lítrann á svipuðu verði og Orkan, svo aðeins munar nokkrum aurum.

Dýrastur er dropinn hjá Shell stöðvunum, en bensínlítrinn kostar heilar 189,3 krónur og er rúmum 14 krónum dýrari en sá ódýrasti.

Í könnuninni var ekki horft til þess að olíufélögin bjóða flest upp á staðgreiðslukort eða dælulykla sem veita afslátt, auk þess sem bensínverð á einstökum stöðvum getur verið langt undir algengasta verði.

Ódýrustu stöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu eru þessa stundina stöðvar Orkunnar á Skemmuvegi og Eiðistorgi, en þar er lítrinn tveim krónum undir algengasta verði Orkunnar.

Niðurstöður könnunarinnar:

Skeljungur - 95 okt/189,3 Dísel/179,7

Olís - 95 okt/176,8 Dísel/179,6

ÓB - 95 okt/175,3 Dísel/178,2

Atlantsolía - 95 okt/175,3 Dísel/178,2

N1 - 95 okt/176,8 Dísel/179,6

Orkan - 95 okt/175,2 Dísel/178,1












Fleiri fréttir

Sjá meira


×