Innlent

Parísarklúbburinn skárri en AGS?

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

„Ég veit ekki betur en að skilmálar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart okkur séu mjög áþekkir því ef við hefðum farið í Parísarklúbbinn, nema hvað, við þurfum að greiða allt upp í topp," sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, í umræðum um ríkisábyrgð á Icesave samningunum.

Parísarklúbburinn er óformlegur félagsskapur nítján ríkustu þjóða heims, sem jafnframt eru stærstu lánveitendur í heimi. Þegar þjóðir komast að því að þær geta ekki staðið við erlendar skuldbindingar sínar er þeim gjarnan boðið á fund við Parísarklúbbinn til að endursemja um skuldirnar - með öðrum orðum til nauðasamninga.

Birgitta sagðist þó ekki endilega mæla með því að leita til Parísarklúbbsins, heldur vildi hún einungis skoða hver staða okkar er og hvort við séum borgunarmenn fyrir öllum okkar skuldbindingum.

Hún vakti einnig máls á því hvort ekki væri enn hægt að skila láninu frá AGS og „[...] vera laus úr klónum á þeim þó við förum í þennan Parísarklúbb."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×