Innlent

Skúli Helga: Skýr vilji til að draga úr launakostnaði

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar
„Menn hafa í sjálfu sér ekki sest niður og brugðist við þessum tíðindum," segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar. Í vikunni kom fram að meira en 400 ríkisstarfsmenn eru með hærri laun en forsætisráðherra, það er 935.000 krónur á mánuði. Þar af eru 340 heilbrigðisstarfsmenn.

Hann segir það hafa komið á óvart um hversu stóran hóp fólks var að ræða, en látið hefði verið að því liggja að hálaunafólk í þjónustu ríkisins hlypi á tugum en ekki hundruðum.

„Það eru að hluta til ákveðnar málefnalegar ástæður fyrir þessu. Það myndi til dæmis hafa veruleg áhrif ef menn myndu lækka laun skurðlækna mikið, þjónustan myndi skerðast," segir Skúli.

Hann segir þó skýran pólitískan vilja Samfylkingarinnar að draga úr launakostnaði ríkisins, sérstaklega í hópi þeirra hæst launuðu. Talið er að hægt sé að spara allt að einn og hálfan milljarð ef öll laun væru lækkuð til jafns við laun forsætisráðherra. Hvers kyns launalækkanir gætu hins vegar reynst flóknar í framkvæmd.

„Það er auðvitað svo gríðarlegur fjöldi kjarasamninga svo það er ákveðið útfærsluatriði hvernig það verður gert. Það er ljóst að ekki er hægt að nota sömu aðferðafræðina alls staðar," segir Skúli og nefnir sem dæmi að hægt væri að taka út aukagreiðslur eða minnka yfirvinnu. Kauptaxtar í kjarasamningum verði hins vegar látnir ósnertir.


Tengdar fréttir

Yfir 300 læknar með hærri laun en forsætisráðherra

Nær 340 læknar á launaskrá hins opinbera eru með hærri heildarlaun en forsætisráðherra. Það er 935.000 kr. á mánuði í laun. Ef laun þessara lækna væru lækkuð niður í laun forsætisráðherra mætti spara 1,5 milljarð kr. á hverju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×