Innlent

Borgin styrkir skógræktarverkefni til að veita ungmennum störf

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, um að úthluta 15 milljónum króna úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til skógræktarverkefna á vegum Skógræktarfélags Íslands í Heiðmörk og Esjuhlíðum.

Fram kemur í tilkynningu að styrkveitingin miði að því að veita ungu atvinnulausu fólki vinnu við umhverfisvænt verkefni sem stuðlar að fegrun útivistarsvæða borgarinnar.

„Við viljum með þessu móti koma til móts við ungmenni sem eru í atvinnuleit og um leið styðja við þetta góða verkefni Skógræktarfélagsins. Verkefnið styður vel við markmið Forvarna- og framfarasjóðs Reykjavíkurborgar og með því gefst ungu fólki færi á að starfa að umhverfisvænum verkefnum við fegrun útivistarsvæða borgarinnar," er haft eftir Hönnu Birnu í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×