Innlent

Klefadjamm á Litla-hrauni

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Dæmigerður fangaklefi á Litla-hrauni
Dæmigerður fangaklefi á Litla-hrauni Mynd/GVA
Fangi sem afplánar níu og hálfs árs dóm á Litla-hrauni var í dag dæmdur til 60 þúsund króna sektar fyrir vörslu fíkniefna í klefa sínum. Hann var gripin með e-pilluduft í hendi sér, en neitaði þó að eiga efnið.

Maðurinn bar fyrir dómi að hálfgert djamm hefði verið í gangi á Litla-hrauni; fangarnir hefðu flakkað á milli klefa og verið að skemmta sér. Síðan hefði komið lokun og leit verið framkvæmd í kjölfarið.

Þá tók maðurinn eftir kúlu uppi á hillu hjá sér og greip hana í ofboði þegar fangaverðirnir komu að klefa hans.

Við skýrslutöku sagðist maðurinn eiga efnið, að eigin sögn til að baka félögum sínum ekki vandræði, en bar síðan fyrir dómi að samfangi sinn ætti það. Viðkomandi fangi staðfesti þá frásögn.

Dómnum þótti sem frásögn mannanna væri ótrúverðug og bæri keim af samræmingu og dæmdi fangann því til greiðslu ofangreindrar sektar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×