Innlent

Brotist inn í Grensáskirkju

Þrjú innbrot áttu sér stað í Reykjavík í nótt. Farið var inn í kjallara Grensáskirkju, en að sögn lögreglu er ekki vitað hvort einhverju hafi verið stolið. Þá var brotist inn í verslun í Skútuvogi og þremur flatskjám stolið. Þriðja málið var síðan í Grafarvoginum þar sem farið var inn í leikskólann Englaborg en ekki liggur fyrir hvort einhverju hafi verið rænt þar. Lögreglu hefur ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra sem þarna voru á ferð en málin eru í rannsókn. Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvunarakstur og annar um að aka undir áhrifum fíkniefna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×