Innlent

Handtekinn heima hjá sér með fíkniefni og afsagaða haglabyssu

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á heimili sínu sínu í Vogahverfi í Reykjavík í morgun en við húsleit fundust fíkniefni og afsöguð haglabyssa. Um var að ræða 40 grömm af marijúana, amfetamín í neysluskömmtum og 30 kannabisplöntur.

Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.

Karlmaðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×