Innlent

Ráðherrar seinir í seinni hluta Icesave umræðna

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Þingsalurinn
Þingsalurinn Mynd/Vilhelm
Þegar umræður um ríkisábyrgð á Icesave hófust eftir fundarhlé klukkan 13:30 voru hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra viðstaddur. Kvað hver stjórnarandstæðingurinn sér hljóðs á fætur öðrum og krafðist þess að ráðherrarnir sýndu umræðunni þá lágmarksvirðingu að vera viðstaddir hana.

Tæpum tíu mínútum síðar voru þó báðir ráðherrarnir komnir í þingsalinn og þingmenn stjórnarandstöðunnar gátu hugsað sér að halda áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×