Innlent

Ánægður með niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins

Hermann Jónasson, forstjóri Tals, er afar ánægður með þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að sekta teymi um 70 milljónir.
Hermann Jónasson, forstjóri Tals, er afar ánægður með þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að sekta teymi um 70 milljónir. Mynd/Haraldur Jónasson
Hermann Jónasson, forstjóri Tals, er afar ánægður með þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að sekta fjarskiptafyrirtækið Teymi, eiganda Vodafone, um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sem áttu sér stað á árinu 2008. Fyrirtækinu er jafnframt gert að selja eignarhlut sinn Tali.

„Þessi niðurstaða veitir fyrirtækinu sjálfstæði og tryggir sjálfstæðis þess. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að starfa á þessum markaði," segir forstjórinn.

Teymi og dótturfélag fyrirtækisins, Vodafone, hafa gengist við að hafa brotið gegn 10. grein samkeppnislega þegar Hive og Sko voru sameinuð undir merkjum Tals. Teymi og Vodafone brutu samkeppnislög með samstilltum aðgerðum og samkomulagi við Tal sem miðaði að því að draga úr samkeppnislegu sjálfstæði Tals og vinna gegn því að Tal keppti við Vodafone.

Hermann segir að niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins jákvæða fyrir neytendur og starfsmenn fyrirtækisins. „Neytendum standa nú til boða raunverulegir valkostir á markaði. Við komum inn á þennan markað í fyrra til efla val neytenda."

Hermann vill ekki segja til um það hvort hann muni gera kauptilboð í 51% eignahlut Teymis í Tali.


Tengdar fréttir

Teymi fagnar málalyktum

Fjarskiptafyrirtækið Teymi fagnar málalyktum í málefnum fyrirtæksins og Tals en Samkeppniseftirlitið hefur sektað Teymi um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum.

Teymi sektað um 70 milljónir

Samkeppniseftirlitið hefur sektað fjarskiptafyrirtækið Teymi um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sem áttu sér stað á árinu 2008. Fyrirtækinu er jafnframt gert að selja eignarhlut sinn Tali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×