Innlent

Fékk 29 milljónir fyrir höfuðhögg

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Hjálmur
Hjálmur Mynd/GVA
Myllan ehf. var í dag dæmd til að greiða fyrrum starfsmanni sínum tæpar 29 milljónir með vöxtum vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir í október 2005. Fyrirtækið var á slysdeginum að vinna við lagningu háspennuvírs við Reyðarfjörð þegar planki sem stóð út úr einu vírkeflinu slóst harkalega í höfuð mannsins með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þriðjung tjónsins bar maðurinn sjálfur, því hann bar ekki öryggishjálm við verkið.

Eftirköst höfuðhöggsins voru mikil og langvarandi, en maðurinn stríddi við flökurleika, óbærilega þreytu og höfuðverki í kjölfar slyssins. Í skýrslu læknis kom fram að maðurinn gæti ekki einbeitt sér, sé haldinn hávaðaóþoli og ljósfælni, muni illa manna- og staðarnöfn og eigi til að missa stjórn á skapi sínu alveg gagnstætt því sem var fyrir slysið. Þá eigi hann til að sofa hátt í sólarhring í senn eftir tveggja til þriggja daga vökur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×