Innlent

Pétur Blöndal: Las Jóhanna samninginn?

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Pétur H. Blöndal
Pétur H. Blöndal Mynd/GVA
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði stjórnarþingmenn hvort þeir hefðu yfir höfuð lesið Icesave samninginn áður en þeir gáfu ríkisstjórninni heimild til að undirrita hann. Þá efaðist hann um að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði lesið hann.

„Ég hef meira að segja grun um það að hæstvirtur forsætisráðherra hafi ekki verið búinn að lesa samninginn þegar hún veitti fjármálaráðherra, hæstvirtum, heimild til að skrifa undir hann," sagði Pétur í umræðum um ríkisábyrgð á samningnum í þinginu í dag.

„Hann er á ensku. Og ég veit ekki til þess að hann hafi verið þýddur á þeim tíma, það var skrifað undir hann um morgun. Þetta var mjög stuttur tími."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×