Innlent

Eldur í plastverksmiðju í Ölfusi

Eldur kom upp í plastverksmiðju í Ölfusi í gærkvöldi. Slökkvilið og lögregla voru kölluð á staðinn en starfsmenn verksmiðjunnar voru að mestu leyti búnir að slökkva eldinn þegar komið var á vettvang. Skemmdir voru litlar á verksmiðjunni sem endurvinnur plast, en tveir starfsmenn voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Líklegast er að eldurinn hafi komið upp í rafmagnsköplum í verksmiðjunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×