Innlent

Össur hjálpar fórnarlömbum jarðskjálfta

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins.

Össur hf. hefur skrifað undir samning við kínversku góðgerðarsamtökin Stand Tall og mun sjá fórnarlömbum Sichuan-jarðskjálftans, sem skók Kína fyrir rúmu ári, fyrir stoðtækjum. Samningurinn var undirritaður að viðstöddum sendiherra Íslands í Kína, að því er fram kemur í tilkynningu frá Össuri.

Stand Tall samtökin voru stofnuð af læknum og heilbrigðisstarfsfólki eftir jarðskjálftann í Sichuan og eru fjármögnuð af stjórnvöldum í Hong Kong og frjálsum framlögum. Rúmlega sjötíu þúsind manns létust í skjálftanum, sem mældist 7,9 á Richter, og um 350 þúsund slösuðust. Þá misstu yfir fimm milljónir manna heimili sín. Meirihluti þeirra sem Stand Tall vinna með eru börn og ungmenni á aldrinum 12-20 ára.

Auk þess að sjá fórnarlömbum skjálftans fyrir stoðtækjum mun Össur einnig aðstoða við þjálfun starfsfólks endurhæfingarstöðvar sem reist verður fyrir fórnarlömb skjálftans í höfuðborg Sichuan héraðs, Chendu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×