Fleiri fréttir

Ákvörðun peningastefnunefndar mikil vonbrigði

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12%, og greint var frá í dag, vera mikil vonbrigði. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í morgun.

Bilun hjá Seðlabanka og Kauphöll

Bilun varð í ytri vef Seðlabankans í nótt og lá hann niðri þar til í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá þjónustuaðila vefsins, EJS, er þó búið að lagfæra bilunina.

Icesave á dagskrá þingsins í dag

Alþingi kemur til með að taka fyrstu umræðu um ríkisábyrgð á lántöku tryggingarsjóðs innistæðueigenda á þingfundi klukkan 10:30 í dag. Fer þar fram umræða um það hvort þingið „samþykki" Icesave samninginn.

Brennið þið kamrar

Slökkviliðið þurfti að sinna útköllum vegna skemmdarverka í nótt en eldur var borinn að ferðakömrum við Fellaskóla. Kamrarnir eru úr plasti og myndaðist mikill reykur í brunanum og var mikið hringt í Neyðarlínuna vegna þess.

Innbrot í bíla og skóla

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og margt fólk á ferðinni eins og varðstjóri orðar það. Nokkuð var um innbrot en brotist var inn í tvo bíla auk þess sem þjófar brutu sér leið inn í Breiðholtsskóla.

Ólafur Stefánsson stofnar barnaskóla

„Draumurinn er að byrja í haust,“ segir Edda Huld Sigurðardóttir sem ásamt Ólafi Stefánssyni handboltamanni, Þorvaldi Þorsteinssyni listamanni og Jennýju Guðrúnu Jónsdóttur kennara ætlar að stofna nýjan grunnskóla í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg.

Mannekla heyrir sögunni til

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) gerði nýverið skyndikönnun varðandi manneklu í hjúkrun og kom í ljós að um 99,98 prósent stöðugilda hjúkrunarfræðinga eru nú setin. Svör komu frá hjúkrunarstjórnendum 50 stofnana, sem ráða yfir um 65 prósentum stöðugilda hjúkrunarfræðinga í landinu, eða rúmum 1.645 stöðugildum. Sambærileg könnun árið 2007 sýndi allt aðra mynd og var mannekla þá veruleg.

Kostnaður falli á þrotabúin

Verið er að kanna hvort hægt verði að fella kostnað við skilanefndir fjármálafyrirtækja á þrotabúin, í stað þess að hluti kostnaðarins falli á Fjármálaeftirlitið (FME), segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri eftirlitsins.

Þurfti stífkrampasprautu og penisilín

Tveir kettir réðust á Jóngeir Þórisson, eiganda skiltagerðarinnar Pamfíls, þegar hann var á gangi með smáhundinn sinn, fimm mánaða gamla hvolpinn Polla, við Hjallaveg fyrir ofan Kleppsveg um kvöldmatarleytið á þriðjudaginn í síðustu viku.

Villa fella ályktun ríkisstjórnar

„Við erum að glíma við gríðarstór verkefni, endurreisn fjármálakerfisins, skuldir heimila og fyrirtækja og þar fram eftir götunum, og það er mín skoðun að aðildarumsókn að Evrópusambandinu tengist ekki þeirri vegferð,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna. Í þinginu í gær hvatti Ásmundur til þess að þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði felld.

Ferðuðust með ljósmyndir

Íslandsdeild Amnesty International mótmælti í gær hjá nokkrum starfsstöðvum Shell í borginni í tilefni nýútkominnar skýrslu samtakanna. Í skýrslunni eru birtar niðurstöður rannsóknar á áhrifum olíuvinnslu á óseyrum Nígerfljóts í Nígeríu á mannréttindi íbúa svæðisins.

115 milljarðar hvíla á bílum í erlendri mynt

Efnahagsmál Íslendingar skulda 115 milljarða króna í erlend bílalán. Ríflega fjörutíu þúsund manns eru með bílalán í erlendri mynt, að hluta eða að fullu. Gera má ráð fyrir að um 4.400 manns séu í vandræðum með greiðslubyrði af bílalánum sínum, ef marka má orð Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra á Alþingi í gær.

Kannast ekki við áhuga á Vaðlaheiði

Kristján Möller samgönguráðherra segir það einfaldlega rangt að búið sé að forgangsraða samgöngumannvirkjum þannig að Vaðlaheiðargöng verði efst í forgangsröðinni.

Stjórnarflokkar tapa miklu fylgi

Ríkisstjórnarflokkarnir tveir fengju samtals aðeins 43 prósent atkvæða væri kosið til alþingiskosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn með 28 prósenta fylgi miðað við 24 prósent í kosningunum í apríl. Samfylkingin tapar 5 prósentustigum og fengi 25 prósent atkvæða. Vinstri grænir tapa sömuleiðis og mælast með 18 prósent miðað við 22 prósent í kosningunum.

Maður myrtur við Kristjaníu

Maður af írönskum uppruna var skotinn til bana í bíl sínum við Kristjaníusvæðið í Kaupmannahöfn í gærdag. Ekki er vitað hvort morðið tengist hörðum átökum innflytjendaklíka og Vítisengla, sem staðið hafa yfir síðan í ágúst á síðasta ári.

Gjaldþrot standa oft yfir áratugum saman

Eigendur fyrirtækja sem verða gjaldþrota hafa þann möguleika að stofna nýtt fyrirtæki á rústum þess gamla með nýrri kennitölu. Einstaklingar geta það trauðla og kunna að eiga í gjaldþroti svo áratugum skiptir.

Herjólfur telst ekki þjóðvegur

Eimskip má innheimta gjald af ferjusiglingum með Herjólfi, enda telst Herjólfur ekki þjóðvegur. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis, en kvartað hafði verið til hans vegna gjaldtökunnar í ferjuna og nýlegrar hækkun á gjaldskránni.

Framsókn situr enn í því græna

Framsóknarflokkurinn fundar enn í græna herberginu svokallaða, þrátt fyrir að hafa átt að láta það eftir þingflokki VG í ljósi kosningaúrslita. VG þarf stærra herbergi en þingflokkur Framsóknar hefur minnkað nokkuð. Fram kom í fjölmiðlum í maí að Framsókn vildi ekki víkja úr herberginu og mun þetta vera tilfinningamál fyrir flokkinn, sem hefur verið í herberginu í áratugi.

Verið 22 daga erlendis á árinu

Forseti Íslands hefur alls verið 22 daga erlendis fyrstu sex mánuði ársins. Á sama tímabili á síðasta ári var forsetinn tvöfalt fleiri daga erlendis, og nærri þrefalt fleiri á sama tímabili árið 2007.

Fleiri slasast alvarlega í umferðinni

Alvarlega slösuðum í umferðarslysum hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum. Þannig slösuðust 200 alvarlega í umferðinni í fyrra en aðeins 115 árið 2004. Hins vegar hefur látnum fækkað til muna og létust tólf á síðasta ári samanborið við 31 á árinu 2006. Þetta kemur fram í skýrslu um umferðaröryggisáætlun stjórnvalda árið 2008 sem var kynnt á blaðamannafundi á þriðjudag. Eitt af markmiðum áætlunarinnar er að látnum og alvarlega slösuðum fækki að jafnaði um fimm prósent á ári. Það hefur ekki tekist.

Hringur hlaupinn í nafni friðar

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra setti Friðarhlaupið á Íslandi í Laugardal í gærmorgun. Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup en tilgangur þess er að efla frið, vináttu og skilning.

Tollar á landbúnaðarvörur lækki

Landbúnaðarráðuneytið hefur nú auglýst innflutningskvóta á landbúnaðarvörur eftir að Samtök verslunar og þjónustu mótmæltu ákvörðun ráðuneytisins frá 19. júní um að auglýsa ekki kvótana til umsóknar.

Sautján ára ferli í Kína

Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir ættleiðingum hér hafa fækkað meira en í nágrannalöndunum. Úrræði séu fjölbreyttari ytra.

Diana Ross fengi forræðið

Michael Jackson vildi að söngkonan Diana Ross fengi forræði yfir þremur börnum sínum að sér látnum ef móðir söngvarans, Katherine, gæti af einhverjum orsökum ekki tekið hlutverkið að sér. Þetta kemur fram í erfðaskrá Jacksons sem var birt í gær.

Skúta strandaði langt fyrir innan viðmiðunarbauju

Skúta strandaði í kvöld á Engeyjarsundi. Skútan er í eigu Brokeyjar, Siglingafélags Reykjavíkur. Vanur maður sigldi skútunni en athygli vekur að hún er langt fyrir innan bauju sem siglingamenn miða sig við allajafna til að lenda ekki í grynningum.

Þótti reynsla Jónínu áhugaverð

Fundur Jónínu Benediktsdóttur og Evu Joly var stuttur en áhugaverður að sögn Jóns Þórissonar, aðstoðarmanns Evu Joly. Evu Joly þótti áhugavert að heyra Jónínu tala um reynslu sína.

Erlendar skuldir Íslands tvö- til þreföld landsframleiðsla

Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum.

Eva Joly á fundi með Jónínu Benediktsdóttur

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, er í augnablikinu á fundi með Jónínu Benediktsdóttur á Detox meðferðarstöð Jónínu í Keflavík. Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum.

Fasteign á Selfossi til sölu í New York Times

„Ég fékk tölvupóst frá blaðakonu hjá New York Times en hún fann eignina í gegnum Vísir.is," segir Fjóla Kristinsdóttir, fasteignasali á fasteignasölunni Staður á Selfossi. Greinin birtist á vefsvæði blaðsins í dag þar sem glæsilegt einbýlishús miðsvæðis á Selfossi var auglýst.

ASÍ spáir 9-10% atvinnuleysi næstu misseri

Hagdeild Alþýðusambands Íslands hefur sent frá sér nýja hagspá um horfur í efnhagsmálum til ársins 2012. Hagdeildin spáir ríflega 10% samdrætti í landsframleiðslu í ár og áframhaldandi samdrætti á fyrri hluta næsta árs. Botninum verði hinsvegar náð á öðrum ársfjórðungi ársins 2010. Þá er útlit fyrir að atvinnuleysi verði milli 9-10% næstu misseri.

Yfir 40 þúsund manns með erlend bílalán

Alls eru 40.414 manns með bílalán í erlendri mynt að hluta eða í heild þar sem bifreið viðkomandi er sett að veði. Þetta kom fram í svari Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknar, á Alþingi rétt í þessu.

Gagnrýnir langt gæsluvarðhald harðlega

„Mér fannst ekki tilefni til þess að halda honum svona lengi í haldi," segir Brynjar Níelsson lögmaður Sigurðar Hilmars Ólasonar sem var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti og aðild að risa fíkniefnamáli í Hollandi.

TF-SIF lent

TF-SIF, ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan þrjú í dag.

Lífeyrissjóðir hafna hugmyndum Sjálfstæðisflokksins

Landssamtök lífeyrissjóða eru andvíg hugmyndum um að inngreiðslur í lífeyrissjóði verði skattlagðar í stað þess að skatturinn sé innheimtur við greiðslu lífeyris eins og viðgengist hefur frá upphafi.

Icesave: 400 milljörðum hærri ef ríkisstjórnin hefði ráðið fyrir áratug

Ef Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson hefðu fengið að ráða fyrir tæpum 10 árum síðan væri skuld Íslendinga vegna Icesave líklega um 400 milljörðum krónum hærri en nú er. Í dag eru þau örugglega fegin því að tillaga þeirra var felld á Alþingi. Þetta kemur fram á heimasíðu Kristins H. Gunnarssonar, fyrrum Alþingismanns.

Beit lögreglu í löngutöng

Rétt rúmlega tvítugur maður var dæmdur fyrir að bíta lögregluþjón í löngutöng á vinstri hönd. Maðurinn beit lögreglumanninn í apríl á síðasta ári á Hverfisgötunni í miðborg Reykjavíkur.

Ekki útilokað að hægt verði að bræða saman tillögurnar

Formaður utanríkismálanefndar útilokar ekki að nefndinni takist að bræða saman tillögur stjórnar og stjórnarandstöðu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Alþingi fær málið aftur til umræðu í fyrsta lagi í næstu viku.

Skiptar skoðanir um áhrif Icesave samningsins

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, segir að Icesave lánið kunni að hafa einhver áhrif á gengi krónunnar en það dæmi hana ekki til að vera lága um aldur og ævi. Jón Daníelsson hagfræðiprófessor vill hins vegar meina að framtíð hagkerfisins velti á því að samið verði upp á nýtt.

Gylfi: Ekki réttlætanlegt að bjarga bara stofnfjáreigendum

„Ef ríkið keypti stofnféð fullu verði væri ríkið að taka á sig tap sparisjóðanna á umliðnum árum," segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, um lagafrumvarp sitt um sparisjóðina. Í frumvarpinu er lögð til heimild til að færa niður stofnfé sjóðanna svo þeir geti þegið stofnfjárframlag frá ríkinu.

Sjá næstu 50 fréttir