Innlent

Samningurinn samþykktur í bæjarráði Reykjanesbæjar

Árni Sigfússon er bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Árni Sigfússon er bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Samningur Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy um kaup og sölu á hlutum í HS Orku og HS Veitu var samþykktur af meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarráði Reykjanesbæjar í morgun. Samningurinn verður innan skamms lagður fyrir bæjarstjórn til endanlegrar afgreiðslu.

Fram kemur í tilkynningu að með samningnum sé Reykjanesbær að eignast 66,7% í veituhluta Hitaveitu Suðurnesja og tryggja að auðlindin verði komið í opinbera eigu.

„Reykjanesbær verður því meirihlutaeigandi í HS veitum sem sinnir því upprunalega hlutverki Hitaveitu Suðurnesja að veita heitu og köldu vatni ásamt rafmagni til íbúa. Ferskvatnslindir eru einnig í eigu HS veitna. Forgangur íbúa af rafmagni, heitu og köldu vatni er tryggður með umræddum samningum."

Þar segir jafnframt að með samningunum fari Reykjanesbær út úr áhættusamri uppbyggingu virkjana og samkeppnisfyrirtæki með sölu á hlut sínum í HS orku fyrir 13,1 milljarð króna.

„Þessi viðskipti eru á sama verði og bauðst öðrum sveitarfélögum árið 2007 þegar þau seldu sig út úr Hitaveitu Suðurnesja, þrátt fyrir að HS hf. hafi rýrnað í verðmati frá þeim tíma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×