Innlent

Maður lést í flugslysi

Hinn maðurinn liggur lífshættulega slasaður á Landspítalanum í Fossvogi.
Hinn maðurinn liggur lífshættulega slasaður á Landspítalanum í Fossvogi.

Einn maður lést í flugslysi þegar Cessna-flugvél hrapaði skammt frá Vopnafirði í dag. Annar maður sem var um borð í flugvélinni var fluttur lífshættulega slasaður með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Flugvélin lagði af stað frá Vopnafirði til Mosfellsbæjar um klukkan fjögur í dag og var förinni, samkvæmt heimildum Vísis, heitið til Mosfellsbæjar, þar sem lenda átti um klukkan sex.

Um 12 mínútum síðar var tilkynnt að flugvélin hefði brotlent skammt frá Vopnafjarðarflugvelli. Nú er komið í ljós að tveir menn voru um borð í flugvélinni og að annar þeirra er látinn.

Hinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er lífshættulega slasaður. Flugvélin er talin hafa flogið á raflínur við veiðihúsið Hvammsgerði við Selá samkvæmt heimildum Vísis.

Sjúkraflugvél kom frá Akureyri og sótti þann sem lifði af en flogið var með hann til Reykjavíkur.

Flugvélin fór frá Vopnafirði um klukkan fjögur síðdegis í dag (fimmtudag) en um tólf mínútum síðar barst Flugstjórn tilkynning frá neyðarlínunni um að slys hefði átt sér stað. Björgunasveitarmenn fóru þegar á vettvang og Rannsóknarnefnd flugslysa var látin vita sem sendi rannsóknarteymi sitt á staðinn.




















Tengdar fréttir

Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð

Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu.

Vélin átti að lenda á Tungubökkum klukkan sex síðdegis

Flugvélin sem brotlendi skammt frá Selá í Vopnafirði átti að lenda á Tungubökkum í Mosfellsbæ klukkan sex í kvöld. Vélin fór frá Vopnafirði klukkan fjögur síðdegis en tuttugu mínútum síðar barst Flugstjórn tilkynning frá Neyðarlínu. Staðurinn sem flugvélin brotlenti á er um þrettán kílómetra frá Vopnafirði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×