Innlent

Vélin átti að lenda á Tungubökkum klukkan sex síðdegis

Flugvélin sem brotlendi skammt frá Selá í Vopnafirði átti að lenda á Tungubökkum í Mosfellsbæ klukkan sex í kvöld. Vélin fór frá Vopnafirði klukkan fjögur síðdegis en tuttugu mínútum síðar barst Flugstjórn tilkynning frá Neyðarlínu. Staðurinn sem flugvélin brotlenti á er um þrettán kílómetra frá Vopnafirði.

Vélin er af gerðinni Cessna og er fjögurra sæta. Tveir voru um borð í vélinni. 

Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar var í viðbragðsstöðu lengi vel en mun ekki vera á leið á staðinn.

Tildrög slyssins eru óljós.






Tengdar fréttir

Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð

Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×