Innlent

Unglingar fegra umhverfið

Tré verða ræktuð í Heiðmörk og Esjuhlíðum.
Tré verða ræktuð í Heiðmörk og Esjuhlíðum.

Borgarráð hefur samþykkt tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra um að úthluta fimmtán milljónum króna úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til skógræktarverkefna á vegum Skógræktarfélags Íslands. Styrkveitingin miðar að því að veita ungu atvinnulausu fólki vinnu við umhverfisvænt verkefni sem stuðlar að fegrun útivistarsvæða borgarinnar.

Ráðgjafahópur um úthlutun úr Forvarna- og framfarasjóði lagði til að fénu væri ráðstafað til skógræktarverkefnanna, en þau samræmast tveimur af helstu markmiðum sjóðsins; að stuðla að forvörnum í þágu ungs fólks og fegrun umhverfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×