Fleiri fréttir

Lífsýni í rannsókn vegna meintrar nauðgunar

Lögregla hefur tekið lífsýni úr fjórum mönnum og 17 ára stúlku vegna rannsóknar á því hvort mennirnir hafi nauðgað stúlkunni. Engin játning liggur fyrir í málinu.

Nagladekk kosta borgina 300 milljónir á ári

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna notkunar nagladekkja er sennilega um 300 milljónir króna á ári. Ef engin bifreið á götum borgarinnar væri búin nagladekkjum gæti Reykjavíkurborg sennilega sparað um það bil 300 milljónir króna árlega.

Rannsaka enn margra milljarða millifærslur frá Kaupþingi

Skilanefnd Kaupþings hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ekkert liggi fyrir um að fjármunum hafi verið með ólögmætum hætti ráðstafað úr sjóðum bankans eða að peningar hafi verið færðir til landa þar sem erfitt er að komast að því hver reikningseigandinn er, eins og gefið hafi verið til kynna í fréttum Stöðvar 2 og Vísis í gær. Enn sé verið að rannsaka starfsemi bankans.

Skilorðsbundinn dómur fyrir bensínþjófnað

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrri að hafa í tvígang stolið bensíni á bensínstöðvum Olís í Reykjavík á árunum 2006 og 2007.

Dæmd fyrir að svíkja fé út af bankareikningi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í mánaðar óskilorðsbundið fangelsi og konu í jafnlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja 300 þúsund kónur út af reikningi annars manns hjá Kaupþingi.

Formaður félagsmálanefndar gagnrýnir nýju bankana

,,Ég hef verið óánægður með bankana vegna þess að mér hefur fundist það taka alltof langan tíma að samræma reglur á milli þeirra og tryggja það að fólk viti hvað er framundan í sambandi við íbúðalánin," segir Guðbjartur Hannesson formaður félags- og tryggingamálanefndar Alþingis.

Kjör Obama opnar ný tækifæri fyrir Íslendinga

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir kjör Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna hafa táknræna þýðingu og breyta ásýnd Bandaríkjanna bæði innanlands og utan. „Það felur í sér nýtt tækifæri fyrir Bandaríkin til að verða forysturíki á sviði lýðræðis og friðar í heiminum," segir utanríkisráðherra í yfirlýsingu vegna bandarísku forsetakosninganna.

Vöruskipti hagstæð annan mánuðinn í röð

Vöruskipti við útlönd í nýliðnum október voru hagstæð um nærri ellefu milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vöruskiptin eru hagstæð en í september voru þau hagstæð um nærri átta milljarða.

Handtekinn fyrir innbrot í bíla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók i nótt karlmann sem er grunaður um að hafa brotist inn í að minnsta kosti tvo bíla við Leifsgötu og stolið úr þeim verðmætum.

Björgunarsveit kölluð til Hnífsdals

Bálhvasst var í Hnífsdal í nótt og um klukkan fjögur var björgunarsveitin á Ísafirði kölluð út. Þá höfðu lausamunir fokið á félagsheimilið og brotið þar tvær rúður og feykt upp hurðum.

Ók á bíla, tré og staur

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Skipagötu á Akureyri í nótt með víðtækum afleiðingum.

Búist við sigri demókrata á öllum vígstöðvum

„Ég held að það bendi allt til þess að Obama nái að vinna sigur," segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Baldur er staddur á kosningavöku bandaríska sendiráðsins sem haldinn er á Grand Hótel.

Jón Baldvin: „Obama er okkar von“

„Ef það gerist í nótt að svartur maður sem er ættaður frá Kenía með millinafnið Hussein verður forseti Bandaríkjanna, þá hefur heimurinn breyst,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson í viðtali við Ríkissjónvarpið af kosningavöku á Grand Hótel fyrir stundu.

Grunaðir nauðgarar í gæsluvarðhald - Fjórði maðurinn handtekinn í kvöld

Lögreglan handtók í morgun þrjá karlmenn sem grunaðir eru um að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku í heimahúsi í Reykjavík. Þeir hafa nú allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á þriðjudag í næstu viku. Um kvöldmatarleytið handtók lögreglan síðan fjórða manninn en verið er að taka fyrir gæsluvarðhaldskröfu á hendur honum.

Mótmæli við Miklubraut - myndband

Mótmælaborðar voru hengdir upp á göngubrú yfir Miklubraut í gærmorgun. Þar voru ökumenn hvattir til þess að flauta ef þeir vildu ekki að börnin myndu borga. Einnig voru þeir hvattir til þess að flauta ef þeir vildu sjá nýja seðlabankastjórn.

Erlendir sérfræðingar nauðsynlegir í rannsókn á bankahruni

Bogi Nilsson fyrrverandi ríkissaksóknari segir ákæruvaldið ekki hafa á að skipa starfsmönnum sem geta innt af hendi þá sérfræðilegu athugun sem nauðsynlega þarf til þess að skoða aðdragandann að bankahruninu. Hann segir nauðsynlegt að erlendir sérfræðingar komi að málum. Bogi var skipaður af Valtý Sigurðssyni núverandi ríkissaksóknara til þess að stjórna skýrslugerð um hrun bankanna þriggja. Bogi hefur nú ákveðið að hætta við að stýra því verkefni þar sem hann telur sig ekki lengur njóta nægilegs almenns trausts til að sinna því. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Bogi sendi frá sér í kvöld.

64 hópuppsagnir í október

Í októbermánuði bárust Vinnumálastofnun 64 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp samtals um 2.950 manns. Um 46% tilkynninganna voru vegna starfsmanna í mannvirkjagerð. Uppsagnir í fjármálastarfsemi, þar sem uppsagnir Landsbanka, Glitnis og Kaupþings vega þyngst, eru um 20% af tilkynningunum. Tæp 14% uppsagnanna koma úr verslunargeiranum og um 11% úr iðnaði, í flestum tilvikum tengdur mannvirkjagerð. Um 4% uppsagna er í sérfræðistarfsemi og útgáfustarfsemi og tæp 4% uppsagnanna eru úr flutningastarfsemi þar sem póstdreifing vegur þyngst. Loks voru 1% uppsagna úr ýmiskonar þjónustu.

Jarðskjálfti upp á 4,3 yst á Reykjanesskaga

Jarðskjálfti varð fyrir skömmu tæpa fjóra kílómetra vestur af Grindavík, yst á Reykjanesskaga. Skjálftinn mældist 4,3 samkvæmt fyrstu mælingum og fannst vel í Reykjanesbæ.

Róbert: Fyrirferð RÚV á aulýsingamarkaði veikir lýðræðið

Róbert Marshall, varaþingmaður Samfylkingarinnar segir að fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði valdi samþjöppun einkarekinna miðla og veiki lýðræðið. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þar sem rætt var um stöðuna á fjölmiðlamarkaði. Róbert fullyrti í sömu ræðu að forstjóri 365 miðla vilji ákveða sjálfur hverjir vinni á fréttastofu og á Fréttablaðinu. Ari Edwald, forstjóri 365, segir slíkt ekki viðhaft hjá 365. Þar hafi stjórnendur sjálfræði um sitt mannahald.

Sullenberger sendir frá sér Sterling-myndbönd

Jón Gerald Sullenberger sendir fjölmiðlum tvö ný myndbönd um Sterling. Í skeyti sem fylgir með myndböndunum talar Jón Gerald um Sterling bullið sem hann segir mesta „kjaftæðis-bull íslenskrar viðskiptasögu“.

Þrír karlmenn í haldi vegna nauðgunar í heimahúsi

Þrír karlmenn voru handteknir í morgun í tengslum við nauðgun á 17 ára gamalli stúlku í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Björgvin Björgvinsson yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir að mennirnir verði yfirheyrðir í kvöld en búið er að leggja fram kæru á hendur þeim.

Frumvarp um aðgerðir gegn atvinnuleysi lagt fram

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og trygginarmálaráðherra hefur formlega lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðarsjóð launa.

Meirihluti þingflokks Framsóknar vill ESB-viðræður

Meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins vill að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Guðni Ágústsson, formaður flokksins, og Bjarni Harðarson eru í minnihluta í þingflokknum.

Geir: Icesave-hneykslið má aldrei koma fyrir aftur

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að koma verði í veg fyrir að Icesave-hneykslið, eins og hann orðar það, geti nokkurn tíma komið upp aftur. Þetta sagði ráðherrann í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Man ekki til þess að Brown hafi lagt til að Íslendingar leituðu til IMF

Geir H. Haarde forsætisráðherra rekur ekki minni til að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hafi á fundi þeirra í apríl lagt til að Íslendingar leituðu þá ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna erfiðleika fjármálakerfisins. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Jóns Magnússonar, þingflokksformanns Frjálslynda flokksins, á Alþingi í dag.

Rætt um Rauðsól á Alþingi

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hóf umræðu utan dagskrár í dag um stöðu fjölmiðla á landinu í ljósi frétta af kaupum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á fjölmiðlahluta 365. Hann spurði hvort að um brunaútsölu væri að ræða og hvort rétt sé að það sé ríkisbankinn Landsbankinn sem standi á bak við kaupin. Guðni spurði hvort ekki væri réttara að skipta fjölmiðlunum upp og selja.

Segja Reykjavík á krossgötum og vilja sókn

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til í borgarstjórn í dag að Reykjavíkurborg efni til samvinnu og samráðs við mótun nýrrar atvinnustefnu og stuðning við sóknarfæri Reykjavíkur til framtíðar. Tillöguan ber yfirskriftina Reykjavík á krossgötum.

Umferðarslysum fækkar í Kópavogi

Umferðaróhöppum þar sem slys hafa orðið á fólki hefur fækkað nokkuð í Kópavogi það sem af er árinu. Fyrstu átta mánuði ársins voru 38 slys af þessu tagi skráð hjá lögreglu en á sama tímabili árið 2007 voru þau 45.

Valgerður kjörin í bankaráð Seðlabankans í stað Ingibjargar

Valgerður Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur og varaþingmaður Samfylkingarinnar, var fyrir stundu kjörin af Alþingi í bankaráð Seðlabankans í stað Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hagfræðings, sem sagði sig úr stjórn bankans 9. október.

Ragnheiður vill að stjórn FME víki með seðlabankastjórninni

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að stjórn Fjármálaeftirlitsins víki með bankastjórn og bankaráði Seðlabankans. Hún segir að það geti ekki gengið að fyrrverandi pólitíkus sitji sem stjórnarformaður.

Vill að Alþingi hafi forystu um hvítbók

Geir H. Haarde forsætisráðherra vill að Alþingi hafi ákveðna forystu um rannsókn á hruni bankanna og segist munu beita sér fyrir því í samstarfi við þingflokka og forseta Alþingis. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrirpurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, á Alþingi í dag.

Nýr Jötunn kominn til Faxaflóahafna

Jötunn, nýr lóðs- og dráttarbátur Faxaflóahafna sigldi inn í Gömlu höfnina í Reykjavík í gær. Nýr Jötunn leysir eldri Jötunn af hólmi, en sá bátur var fyrir um ári síðan seldur til Þorlákshafnar.

Sjá næstu 50 fréttir