Innlent

Valgerður kjörin í bankaráð Seðlabankans í stað Ingibjargar

Valgerður Bjarnadóttir.
Valgerður Bjarnadóttir.

Valgerður Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur og varaþingmaður Samfylkingarinnar, var fyrir stundu kjörin af Alþingi í bankaráð Seðlabankans í stað Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hagfræðings, sem sagði sig úr stjórn bankans 9. október.

Sigríður sagði Seðlbankann bera ábyrgð á mistökum sem gerð hafi verið og þá hvatti hún bankastjóra bankans til að segja af sér.

Undanfarin misseri hefur Valgerður verið varamaður í bankaráði Seðlabankans. Guðmundur Örn Jónsson, verkfræðingur, var kjörinn nýr varamaður í ráðinu.






Tengdar fréttir

Segir sig úr bankaráði Seðlabankans

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sem situr í bankaráði Seðlabankans ætlar að segja sig úr stjórn bankans. Hún mun tilkynna forseta alþingis um afsögn sína í kvöld. Sigríður segir Seðlabankann bera mikla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hafa verið undanfarið og telur að mikilvægt sé að sátt ríki meðal þjóðarinnar um stjórn Seðlabankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×