Innlent

Undirskriftum fjölgar um 7500 á tveimur dögum

Rúmlega 10200 manns hafa ritað nafn sitt á vefsíðu þar sem Færeyingum er þakkað fyrir veitta aðstoð og hefur þeim fjölgað um ríflega 7500 á tveimur dögum.

Fyrir viku var tilkynnt að Færeyingar ætla að lána Íslendingum 300 milljónir danskra króna að jafnvirði 6,1 milljarða króna.

Yfirskrift síðunnar sem var opnuð síðastliðin föstudag er; ,,Færeyingar! Íslendingar segja takk"

Fólk gefst færi á að rita stutt skilaboð síðuna og það hafa fjölmargir gert. Sigrún Byndís Gunnarsdóttir í Keflavík er snortin yfir ákvörðun Færeyinga. ,,Ég er djúpt snortin yfir þessu mikla vinabragði. Takk, Færeyingar! Við munum standa með ykkur líka ef þið lendið í vandræðum. Annað væri ekki hægt."

Aðalsteinn Júlíusson á Húsavík segir: ,,Það er sama sagan með ykkur Færeyinga. Alltaf boðnir og búnir til að styðja okkur þegar í harðbakkan slær. Þessu munu við ekki gleyma. Bestu kveðjur til Færeyja. Takk."






Tengdar fréttir

Bifröst býður Færeyingum ókeypis skólavist á næsta ári

Í ljósi þeirrar miklu velvildar sem að Færeyingar hafa sýnt íslensku þjóðinni undanfarið hefur Háskólinn á Bifröst ákveðið að bjóða tveimur færeyskum námsmönnum upp á skólavist endurgjaldslaust, á næsta skólaári.

Færeyingar rétta fram hjálparhönd

Íslendingar fá um sex milljarða króna gjaldeyrislán frá Færeyingum. Lögmaður Færeyja segir Færeyinga hafa upplifað svipaðar þrengingar og Íslendingar gangi nú í gegnum. Hann sé viss um að Íslendingar muni standa sterkir upp.

,,Færeyingar! Íslendingar segja takk"

Opnuð hefur verið vefsíða sem hefur þann tilgang að þakka Færeyingum fyrir veitta aðstoð en tilkynnt var í vikunni að Færeyingar ætla að lána Íslendingum 300 milljónir danskra króna að jafnvirði 6,1 milljarða króna. Hægt er að rita nafn sitt á síðuna.

Aðdáendaklúbbur Færeyinga stofnaður

Aðdáendaklúbbur Færeyinga hefur verið stofnaður á tengslasíðunni Facebook. Rúmlega níu hundruð manns hafa skráð sig og þar með lýst yfir aðdáun sinni á bræðrum okkar í Færeyjum.

Færeyingar lána Íslendingum

Færeyska landstjórnin tilkynnti á fundi Norðurlandaráðs í Helsinki í dag að hún hyggst veita Íslendingum 300 milljónir danskra króna í gjaldeyrislán en það samsvarar 6,1 milljarði íslenskra króna.

3500 þakklátir Færeyingum

Meira en 3500 manns hafa ritað nafn sitt á vefsíðu þar sem Færeyingum er þakkað fyrir veitta aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×