Innlent

Fjórði maðurinn í gæsluvarðhald vegna gruns um nauðgun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað fjórða manninn, sem handtekinn var vegna gruns um að hafa naugðað 17 ára stúlku, í gæsluvarðhald.

Þrír menn voru handteknir í gær vegna málsins og úrskurðaðir í varðhald fram á þriðjudag í næstu viku og á það einnig við hinn fjórða. Fram kemur í tilkynningu lögreglu að mennirnir séu allir á þrítugsaldri.

Vísir greindi frá því í gærkvöld stúlkan hefði sjálf haft samband við lögreglu snemma í gærmorgun. Hún gat gefið lögreglunni upp bílnúmer sem lögreglan leitaði að. Bifreiðin var síðan stöðvuð skömmu síðar þar sem þrír mannanna voru handteknir og sá fjórði í framhaldinu. Lögreglu grunar að mennirnir fjórir, sem allir eru Íslendingar, hafi nauðgað stúlkunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×