Innlent

Grunaðir nauðgarar í gæsluvarðhald - Fjórði maðurinn handtekinn í kvöld

Lögreglan handtók í morgun þrjá karlmenn sem grunaðir eru um að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku í heimahúsi í Reykjavík. Þeir hafa nú allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á þriðjudag í næstu viku. Um kvöldmatarleytið handtók lögreglan síðan fjórða manninn en verið er að taka fyrir gæsluvarðhaldskröfu á hendur honum.

Stúlkan hafði sjálf samband við lögreglu snemma í morgun og gat gefið lögreglunni upp bílnúmer sem lögreglan leitaði að. Bifreiðin var síðan stöðvuð skömmu síðar þar sem mennirnir þrír voru handteknir. Grunur beindist síðan fljótlega að fjórða manninum sem var handtekinn eins og fyrr segir.

Stúlkan leitaði á neyðarmóttöku strax í morgun. Lögreglu grunar að mennirnir fjórir, sem allir eru Íslendingar á milli tvítugs og þrítugs, hafi nauðgað stúlkunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×